Hoppa yfir valmynd
7. mars 2000 Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegsráðherra á Norðurlandi vestra. 07.03.00

Fréttatilkynning


Sjávarútvegsráðherra Árni M. Mathiesen heimsækir sjávarútvegsfyrirtæki á Norðurlandi vestra á morgun miðvikudaginn 8. mars og fimmtudaginn 9. mars. Heimsóknin er sú sjöunda í röð heimsókna ráðherrans í kjördæmi landsins í sumar og vetur. Árni mun fara í Fiskiðjuna Skagfirðing á Sauðárkróki ásamt fleiri fyrirtækjum þar í bæ og halda almennan fund um sjávarútvegsmál í hádeginu á Kaffi Krók. Eftir hádegi heldur ráðherrann til Siglufjarðar og heimsækir Þormóð Ramma/Sæberg og SR mjöl. Síðar um daginn mun hann sitja fund með bæjarstjórninni á Siglufirði. Um kvöldið er boðað til almenns fundar um sjávarútvegsmál með Siglfirðingum og nærsveitarmönnum og hefst hann kl. 20.00 á Hótel Læk.

Á fimmtudeginum heimsækir Árni Skagstrending o.fl. fyrirtæki á Skagaströnd auk þess sem hann fer í sjávarúrvegsfyrirtæki á Blönduósi og á Hvammstanga.
Sjávarútvegsráðuneytið
7. mars 2000

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum