Hoppa yfir valmynd
3. apríl 2000 Matvælaráðuneytið

Opinber heimsókn sjávarútvegsráðherra til Rússlands. 03.04.00

Fréttatilkynning


Nú stendur yfir opinber heimsókn sjávarúvegsráðherra, Árna M. Mathiesen, til Rússlands, en þar er hann í boði Yu. P. Sinelnik, sjávarútvegsráðherra Rússlands. Á fundi ráðherranna sem haldinn var í Moskvu fyrr í dag var undirritaður tvíhliða samningur ríkjanna um samvinnu á sviði sjávarútvegs.

Um er að ræða rammasamning sem er mikilvægur fyrir samvinnu Íslands og Rússlands í sjávarútvegsmálum. Ríkin tvö skuldbinda sig meðal annars til að greiða fyrir samstarfi einkaaðila frá báðum ríkjum varðandi veiðar, vinnslu og markaðssetningu sjávarafurða. Þá verður á grundvelli samningsins stofnuð íslensk - rúsnessk fiskveiðinefnd sem mun hittast reglulega til að fjalla um sameiginleg málefni í sjávarútvegi. Einnig er gert ráð fyrir samvinnu ríkjanna á sviði hafrannsókna.
Sjávarútvegsráðuneytið
3. apríl 2000


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum