Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2000 Matvælaráðuneytið

Fundur Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra með Jeam Glavany sjávarútvegsráðherra Frakklands. 17.04.00

Fréttatilkynning


Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra átti fund með Jeam Glavany sjávarútvegsráðherra Frakklands í dag þar sem þeir ræddu tvíhliða samstarf ríkjanna og samvinnu við Evrópusambandið en Frakkar munu taka við í formennsku í sambandinu um mitt þetta ár. Ráðherrarnir ákváðu að taka upp tvíhliða samstarf þjóðanna um eftirlit með vinnslu sjávarafurða og eftirlit með löndun sjávarafla svo og tvíhliða samstarf í eldi sjávardýra m.a. sandhverfu og barra. Þá skýrði Árni frá því að við endurskoðun á bókun 9 að nauðsynlegt væri að síld og humar fengju sömu tollameðferð og annan fiskfang frá Íslandi. Þá ræddu ráðherrarnir alþjóðasamstarf og lagði Árni sérstaka áherslu skoðun Íslendinga á fiskveiðistjórnun innan NEAFC á Reykjaneshryggnum og innan NAFO á Flæmingjagrunni. Jafnframt ræddu ráðherrarnir um eftirlit með matvælum og aukna áherslu neytanda á uppruna matvæla.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum