Hoppa yfir valmynd
19. maí 2000 Matvælaráðuneytið

Fiskiþing - Alþjóðleg samskipti í sjávarútvegi. 19.05.00

Fréttatilkynning


Sjávarútvegsráðherra, Árni M. Mathiesen gerði grein fyrir erlendum samskiptum um sjávarútvegsmál í ræðu sinni á Fiskiþingi í dag. Það kom fram að breyttar áherslur í viðskiptalöndum okkar, breytt viðskiptaumhverfi, og útrásin í íslenskum sjávarútvegi hefðu haft mikil áhrif innan stjórnkerfisins og þá ekki síst á starf sjávarútvegsráðuneytis. Ráðherra gerði grein fyrir framvindu mála í svæðisbundnum stofnunum NEAFC (Norðaustur Atlantshafs fiskveiðiráðið) og NAFO (Norðvestur Atlantshafs fiskveiðistofnunin) hvað varðar skiptingu veiðiheimilda á alþjóðlegum hafsvæðum í NorðurAtlantshafi. Hann sagði frá þáttöku við að móta umræðuna í alþjóðasamtökum bæði á vegum Sameinuðu þjóðanna, í stofnunum sem fjalla um einstaka stofna eins og til dæmis Atlantshafs-túnfiskveiðiráðið ICCAT, í stofnunum um tiltekin málefni eins og samningnum um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu CITES eða í samstarfi sem bundið er tilteknum svæðum eins og norræna samstarfið.

Ráðherra sagðist leggja mikla áherslu á erlend samskipti ráðuneytisins sem vinna þyrfti skipulega og faglega. Styrkja þurfi enn frekar en nú er virkt samráð við greinina og færa það til fleiri sviða. Rödd íslensks sjávarútvegs sem mótleikara og samherja stjórnvalda þurfi að heyrast víðar á alþjóðavettvangi en verið hefur.
Sjávarútvegsráðuneytið
19. maí 2000

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum