Hoppa yfir valmynd
2. júní 2000 Matvælaráðuneytið

Meðferð sjávarafla. 02.06.00

Fréttatilkynning


Í samræmi við tillögu nefndar sem Brynjólfur Sandholt leiddi og fjallaði um meðferð á sjávarafla er sjávarútvegsráðuneytið að fara af stað með fræðsluherferð um bætta meðferð á afla. Haldnir verða fundir í samvinnu við Landssamband smábátaeigenda, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Fiskistofu og Samtök fiskmarkaða. Á þeim verður fjallað um meðferð afla um borð þ.e. blóðgun, þvott, kælingu og frágang fisks í ker, meðferð afla við löndun auk almenns hreinlætis.

Fyrsti fundurinn verður haldinn í Vitanum í Sandgerði í dag kl. 13.00. Sjávarútvegsráðherra mun setja fundinn. Auk þessa fundar eru fundir ráðgerðir á Grundarfirði, Patreksfirði, Flateyri, Bolungarvík og Drangsnesi.


Sjávarútvegsráðuneytið,
2. júní 2000

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum