Hoppa yfir valmynd
5. júní 2000 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Upplýsingaöflun frá tónlistarskólum

Til skólastjóra tónlistarskóla

Upplýsingaöflun frá tónlistarskólum

Meðfylgjandi samantekt úr upplýsingaöflun ráðuneytisins frá tónlistarskólum vegna skólaársins 1997 – 1998 sendist yður hér með til fróðleiks. Þessar niðurstöður hafa ekki verið birtar fyrr, m.a. vegna þess hve fáir skólar svöruðu. Hins vegar er talið rétt að gera tónlistarskólum grein fyrir niðurstöðunum nú, þegar aflað er upplýsinga að nýju frá þeim. Tekið skal fram að ráðuneytið aflaði ekki upplýsinga vorið 1999 frá tónlistarskólum fyrir skólaárið 1998-1999, þar sem til stóð að Hagstofa Íslands aflaði upplýsinga fyrir það skólaár, úr því varð ekki.

Meðfylgjandi er einnig eyðublað vegna upplýsingaöflunar frá tónlistarskólum vegna skólaársins 1999 – 2000. Þess er óskað að eyðublaðið verði útfyllt svo vel sem kostur er og sent til mats- og eftirlitsdeildar fyrir 15. júní næstkomandi. Þar sem upplýsinga var ekki aflað frá tónlistarskólum vorið 1999, er ennfremur meðfylgjandi eyðublað þar sem óskað er eftir upplýsingum um starfstíma, starfslið og nemendafjölda skólaárið 1998-1999. Tilgangurinn er að reyna að afla árlegra upplýsinga um a.m.k. þessa þætti í starfi skólanna. Ef framangreindar upplýsingar vegna skólaársins 1998 – 1999 eru ekki aðgengilegar er þess óskað að það eyðublað verði ekki sent til baka til ráðuneytisins. Þess er vænst að forsvarsmenn tónlistarskóla bregðist hratt og vel við ofangreindri beiðni um upplýsingar um starfsemi tónlistarskóla.

(maí 2000)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum