Hoppa yfir valmynd
16. júní 2000 Matvælaráðuneytið

500 framsæknustu fyrirtæki í Evrópu


Í tilefni af útnefningu Europe}s 500 á framsæknustu fyrirtækjum Evrópu munu iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Samtök iðnaðarins veita viðurkenningu þeim íslensku frumkvöðlum sem náðu þeim glæsilega árangri að komast á lista yfir framsæknustu fyrirtæki Evrópu.

Verðlaunin verða afhent af Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Sveini Hannessyni framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins í veislusalnum Versölum Hallveigarstíg 1, í dag kl. 16, föstudaginn 16. júní.

Þeir íslensku einstaklingar sem eru á listanum í ár eru:
Arngrímur Jóhannsson og Þóra Guðmundsdóttir hjá Atlanta ehf.,
Friðrik Sigurðsson hjá Tölvumyndum hf,
Guðbjartur Páll Guðbjartsson hjá Landsteinum International ehf.,
Guðjón Már Guðjónsson og Skúli Mogensen hjá OZ.com
Ólafur Daðason hjá Hugviti hf. og
Rúnar Sigurðsson hjá Tæknivali hf.,

Samtökunum Europe}s 500 var komið á fót að frumkvæði Evrópusambandsins með það að markmiði að efla starf frumkvöðla í Evrópu. Tilgangurinn er sá að draga fram reynslu þeirra sem bestum árangri hafa náð og nýta þessa reynslu til að búa betur í haginn fyrir frumkvöðla framtíðarinnar. Samtök iðnaðarins og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hafa stutt þetta starf í fjögur ár.


Reykjavík, 16. júní 2000.


Samtök iðnaðarins
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum