Hoppa yfir valmynd
18. júlí 2000 Dómsmálaráðuneytið

Sigrún Jóhannesdóttir skipuð forstjóri Persónuverndar.

Sigrún Jóhannesdóttir skipuð forstjóri Persónuverndar


Dóms- og kirkjumálaráðherra hefur í dag skipað Sigrúnu Jóhannesdóttur forstjóra Persónuverndar frá 1. ágúst n.k. að telja. Auk Sigrúnar sótti Guðmundína Ragnarsdóttir lögfræðingur um starfið.

Persónuvernd er ný stofnun sem tekur frá næstu áramótum við hlutverki Tölvunefndar í samræmi við nýsett lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Sigrún Jóhannesdóttir er deildarstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Hún lauk embættisprófi í lögfræði árið 1985 og hefur hún starfað óslitið í ráðuneytinu frá árinu 1991 og sem starfsmaður þess hefur hún starfað með Tölvunefnd s.l. 7 ár. Eiginmaður hennar er Birgir Sigurðsson og eiga þau þrjú börn.

Hinn 10. júlí sl., skipaði dómsmálaráðherra stjórn Persónuverndar, hana skipa: Páll Hreinsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands sem jafnframt er skipaður formaður stjórnarinnar, varamaður hans er skipuð Erla S. Árnadóttir, Valtýr Sigurðsson héraðsdómari, sem skipaður er varaformaður, varamaður hans er Gunnar Thoroddsen lögfræðingur, Haraldur Briem læknir, tilnefndur af Hæstarétti Íslands, varamaður hans er Vilhelmína Haraldsdóttir læknir og Anna Soffía Hauksdóttir prófessor, varamaður hennar er Dagný Halldórsdóttir verkfræðingur, Guðbjörg Sigurðardóttir deildarstjóri, varamaður hennar er Óskar B. Hauksson verkfræðingur.

Skipunartími stjórnarinnar er fjögur ár.


Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
18. júlí 2000.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum