Hoppa yfir valmynd
11. ágúst 2000 Matvælaráðuneytið

Bann við rækjuveiðum fyrir Norðurlandi. 11.08.00

Fréttatilkynning


Notkun smárækjuskilju áskilin við úthafsrækjuveiðar milli 16°V og 18°V fyrir Norðurlandi.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur í dag gefið út reglugerð um bann við rækjuveiðum fyrir Norðurlandi. Reglugerð þessi tekur gildi frá og með 20. ágúst n.k. Samkvæmt reglugerð þessari eru allar rækjuveiðar utan viðmiðunarlínu, á svæði milli 16°V og 18°V fyrir Norðurlandi, bannaðar frá frá 20. ágúst nema rækjuvörpur sé búnar smárækjuskilju í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 253/1997, um gerð og útbúnað smárækjuskilja.

Reglugerð þessi er gefin út að tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar en á tímabilinu 27. júlí til 7. ágúst s.l. kom átta sinnum til skyndilokana á umræddu svæði vegna smárækju. Í tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar kemur fram, að í könnun, sem veiðieftirlitsmaður gerði vegna tveggja skyndilokana, reyndist hlutfall rækju undir 15 mm að jafnaði vera 28% þegar skilja var notuð en að 55% án skilju.


Sjávarútvegsráðuneytið, 11. ágúst 2000.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum