Hoppa yfir valmynd
28. september 2000 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Aukið valfrelsi nemenda í 10. bekk

Til skólastjóra grunnskóla


Aukið valfrelsi í kjölfar nýrrar námskrár

Menntamálaráðuneytið sendir hjálagt öllum grunnskólum landsins bæklinginn ábyrgð, frelsi, jafnrétti, val sem ætlaður er nemendum í 10. bekkjum grunnskólanna.

Bæklingnum er einkum ætlað að kynna fyrir nemendum aukið valfrelsi sem þeir öðlast í kjölfar breytinga á námskrá. Frá og með vori 2001 verður það undir nemendum komið hvort þeir taka samræmd próf eða ekki. Það ræðst síðan af því hve mörg og hvaða próf þeir taka, hvaða námsbrautir í framhaldsskóla þeir geta valið. Í boði verða fjögur samræmd próf vorið 2001 en ákvæði um sex samræmd lokapróf kemur til framkvæmda vorið 2002.

Í meðfylgjandi bæklingi má ennfremur finna upplýsingar um nýtt fyrirkomulag á brautum framhaldsskólanna, sem standa nemendum til boða að loknum grunnskóla. Hvort sem nemandi velur sér bóknámsbraut í framhaldsskóla eða starfsnámsbraut stendur honum til boða að ljúka námi sínu með stúdentsprófi.

Menntamálaráðuneytið mælist til að bæklingnum verði dreift til allra nemenda í 10. bekk skólans ásamt því að minna nemendur á skráningu í samræmd lokapróf. Skráningin fer fram í skólunum á tímabilinu 1. september til 15. janúar.
    (september 2000)

    Hafa samband

    Ábending / fyrirspurn
    Ruslvörn
    Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum