Hoppa yfir valmynd
31. október 2000 Matvælaráðuneytið

Nr. 11/2000 - Landbúnaðarráðherra boðar til fundar með blaða- og fréttamönnum að Stóra-Ármóti í Hraungerðishreppi

Fréttatilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu nr. 11/2000


Tilkynning til fjölmiðla
um
blaðamannafund


Landbúnaðarráðherra boðar til fundar með blaða- og fréttamönnum að Stóra-Ármóti í Hraungerðishreppi, þriðjudaginn 31. október og hefst fundurinn kl. 12:30 með léttum hádegisverði í boði Búnaðarsambands Suðurlands og Mjólkurbús Flóamanna.

Á fundinum mun landbúnaðarráðherra greina frá ákvörðun sinni varðandi umsókn Bændasamtaka Íslands og Landssambands kúabænda um leyfi til tilraunainnflutnings á fósturvísum úr norska NRF-kúastofninum.


(Stóra-Ármót er skammt austan við Selfoss. Beygt er af Suðurlandsvegi til vinstri um 2 km austan Selfoss og ekinn þjóðvegur 304, svonefndur Langholtsvegur, ca. 4 km leið að Stóra-Ármóti).

Í landbúnaðarráðuneytinu, 30. október 2000



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum