Hoppa yfir valmynd
17. nóvember 2000 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Afkoma ríkissjóðs fyrstu tíu mánuði ársins 2000. Greinargerð 17. nóvember 2000


Nú liggja fyrir tölur um afkomu ríkissjóðs fyrstu tíu mánuði ársins 2000. Þær eru á greiðslugrunni og því ekki sambærilegar við fjárlög ársins, en þau eru sett fram á rekstrargrunni. Engu að síður gefa þessar tölur góða vísbendingu um þróun ríkisfjármála það sem af er árinu í samanburði við hliðstætt tímabil á síðustu tveimur árum.

Heildaryfirlit
Á fyrstu tíu mánuðum ársins voru innheimtar tekjur ríkissjóðs 10,4 milljörðum króna umfram greidd gjöld, samanborið við 11,3 milljarða króna afgang á sama tíma í fyrra og 1,4 milljarða afgang árið 1998. Þetta er rúmum 5 milljörðum króna hagstæðari niðurstaða en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Skýringin á heldur minni rekstrarafgangi en á síðasta ári felst í tæplega 5 milljarða króna hækkun vaxtaútgjalda ríkisins, á greiðslugrunni, milli ára, fyrst og fremst vegna sérstakrar forinnlausnar spariskírteina á þessu ári. Þetta skýrir einnig að verulegu leyti minni lánsfjárafgang í ár en í fyrra auk þess sem nettóútstreymi ríkisins í formi veittra lána nam um 5S milljarði króna í ár, samanborið við jöfnuð í fyrra og nettóinnstreymi árið 1998. Á fyrstu tíu mánuðum ársins námu afborganir eldri lána 34,1 milljarði króna en nýjar lántökur 28,7 milljörðum. Greiðsluafkoma ríkissjóðs var því neikvæð um hálfan milljarð króna, eða 5 milljörðum króna hagstæðari niðurstaða en í fyrra.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-október
(Í milljónum króna)
1998
1999
2000
Tekjur.................................................................
132.616
153.210
168.973
Gjöld...................................................................
131.226
141.940
158.594
Tekjur umfram gjöld.......................................
1.390
11.270
10.379
Lánveitingar. nettó..........................................
3.933
13
-5.495
Hreinn lánsfjárjöfnuður.................................
5.323
11.283
4.883
Afborganir lána................................................
-25.085
-26.288
-34.115
Innanlands.......................................................
-15.271
-12.887
-20.582
Erlendis............................................................
-9.814
-13.402
-13.534
Lánsfjárþörf brúttó..........................................
-19.762
-15.005
-29.232
Lántökur...........................................................
19.670
9.601
28.710
Innanlands.......................................................
22.502
-2.994
6.969
Erlendis............................................................
-2832
12.595
21.741
Greiðsluafkoma ríkissjóðs.............................
-92
-5.404
-522


Við samanburð á mánaðarlegum afkomutölum ríkissjóðs er rétt að hafa í huga að tekjur ríkissjóðs sveiflast mjög mikið milli mánaða, eða sem nemur að jafnaði um 5 milljörðum króna. Þessi þróun, sem einnig kemur fram í afkomutölunum, endurspeglar fyrst og fremst skil á virðisaukaskatti sem fara fram annan hvern mánuð.

Tekjur
Heildartekjur ríkissjóðs fyrstu tíu mánuði ársins námu 169 milljörðum króna, samanborið við 153,2 milljarða á sama tíma í fyrra og 132,6 milljarða árið 1998. Hækkunin frá fyrra ári nemur 10,3%, samanborið við 15,5% árið áður. Breyting skatttekna milli ára er svipuð, en þær hækka um 10,8% fyrstu tíu mánuði þessa árs, samanborið við 16% hækkun í fyrra. Þessi þróun sýnir enn og aftur að verulega hefur dregið úr almennum tekju- og veltubreytingum í þjóðarbúskapnum á þessu ári og er um leið ákveðin vísbending um að þenslan í efnahagslífinu sé í rénun.

Tekjur ríkissjóðs janúar-október
(Í milljónum króna)
Breyting í %
1998
1999
2000
1998-1999
1999-2000
Skatttekjur í heild...............................
122.280
141.830
157.169
16,0
10,8
Skattar á tekjur og hagnað.............
30.426
36.442
44.072
19,8
20,9
Tekjuskattur einstaklinga.................
24.353
28.930
33.453
18,8
15,6
Tekjurskattur lögaðila......................
3.589
4.788
5.789
33,4
20,9
Skattur á fjármagnstekjur.................
2.483
2.724
4.830
9,7
77,3
Tryggingargjöld................................
13.388
14.316
15.676
6,9
9,5
Eignarskattar....................................
5.898
6.269
7.670
6,3
22,4
Skattar á vöru og þjónustu..............
72.306
84.441
89.445
16,8
5,9
Virðisaukaskattur.............................
44.739
52.844
57.926
18,1
9,6
Aðrir óbeinir skattar.........................
27.567
31.597
31.518
14,6
-0,2
Þar af:
Vörugjöld af ökutækjum.................
3.937
5.000
4.411
27,0
-11,8
Vörugjöld af bensíni.......................
5.743
6.167
6.461
7,4
4,8
Þungaskattur..................................
3.200
3.578
3.660
11,8
2,3
Áfengisgjald og hagnaður ÁTVR..
6.338
6.852
7.150
8,1
4,3
Annað.............................................
8.349
10.000
9.836
19,8
-1,6
Aðrir skattar......................................
262
362
306
38,2
-15,4
Aðrar tekjur........................................
10.336
11.380
11.804
10,1
3,7
Tekjur alls...........................................
132.616
153.210
168.973
15,5
10,3


Þótt hækkun skatttekna sé almennt minni á þessu ári en í fyrra eru breytingar á einstökum liðum mismunandi. Þannig hækka tekjuskattar meira en veltuskattar, eða um nær 21%, samanborið við tæplega 6% hækkun almennra veltuskatta. Í þessum tölum gætir ekki síst áhrifa mikillar tekjuaukningar vegna fjármagnstekjuskatts. Tekjuskattur einstaklinga hækkar einnig umtalsvert, eða um tæplega 16% milli ára. Þessar tölur endurspegla áframhaldandi mikla hækkun launa á vinnumarkaði eins og meðal annars kemur fram í nýlegri launakönnun Kjararannsóknarnefndar. Þessi áhrif koma einnig fram í verulegri hækkun tekna af tryggingagjaldi, þótt hún sé minni en á tekjuskatti einstaklinga. Tekjuskattur lögaðila hækkar einnig umtalsvert, eða um 21% milli ára. Í þessu sambandi er þó rétt að nefna að nýbirt álagning tekjuskatts á lögaðila vegna tekjuársins 1999 sýnir mun minni hækkun milli ára og gefur einnig lægri niðurstöðu en gert var ráð fyrir í tekjuáætlun þessa árs. Má því búast við að nokkuð dragi úr innheimtu tekjuskatts lögaðila á næstu mánuðum.

Hækkun veltuskatta svarar til um 1S-2% aukningar að raungildi það sem af er þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta eru mikil umskipti frá þróuninni á sama tíma fyrir ári, þegar raunaukning veltuskatta var 14-15%. Sérstaka athygli vekur þróun tekna af virðisaukaskatti en þær hafa hækkað um tæplega 10% það sem af er þessu ári, eða nær helmingi minna en á sama tíma í fyrra. Þessi umskipti sýna glöggt hve mikið hefur dregið úr innlendri eftirspurn að undanförnu.

Athyglisvert er að sjá hvernig einstakir veltuskattar hafa breyst milli ára. Þannig jukust vörugjaldstekjur af ökutækjum um 27% í fyrra, en lækka á fyrstu tíu mánuðum þessa árs um tæp 12%. Þetta endurspeglar fyrst og fremst um 10% minni bílainnflutning á þessu ári, en einnig kann að gæta áhrifa frá lækkun vörugjalds síðastliðið vor.

Vörugjaldstekjur af bensíni hækka um tæplega 5% í ár. Er þetta nokkuð minni hækkun en í fyrra þegar hún nam 7,4%. Skýringin á þessu er að álagningu almenns vörugjalds á bensín var breytt í fyrra. Áður var gjaldið 97% af tollverði en því var breytt í fast gjald, 10,50 krónur á hvern lítra. Áhrif breyttrar álagningar bensíngjalds koma glöggt fram í því að bensínverð hér innanlands væri nú um 12-13 krónum hærra á lítra ef eldri tilhögun væri enn í gildi.

Tekjur af þungaskatti aukast aðeins um rúm 2% á fyrstu tíu mánuðum þessa árs borið saman við 12% aukningu á sama tíma fyrir ári. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs nam aukningin hins vegar rúmlega 16%. Þessi mikla sveifla skýrist að nokkru leyti í tilfærslu milli mánaða í innheimtu kílómetragjalds. Í þessu samhengi er rétt að nefna að síðastliðið vor voru gerðar breytingar á fyrirkomulagi þungaskatts þannig að fast árgjald á bifreiðar yfir 14 tonnum svo og heimild til að greiða fast gjald miðað við 95.000 kílómetra var hvorutveggja afnumið. Samhliða var gjald fyrir hvern ekinn kílómetra hækkað til að vega upp á móti þessu tvennu. Þar sem þessi breyting hefur skilað meiri tekjum en gert var ráð fyrir, einkum vegna mikillar fjölgunar díselbifreiða og aukins aksturs hefur verið ákveðið að lækka þungaskatt um 10% og kemur þessi breyting til framkvæmda á næsta gjaldtímabili.

Aðrar tekjur, svo sem arðgreiðslur, vaxtatekjur og hagnaður af sölu eigna, hafa hækkað um tæp 4%, samanborið við 10% hækkun á síðasta ári.

Gjöld
Heildarútgjöld ríkissjóðs námu um 158,6 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins og hækka um 16,7 milljarða, eða tæp 12%, frá sama tíma í fyrra. Hátt í þriðjung þessarar hækkunar, eða 5,2 milljarða, má rekja til aukinna vaxtagreiðslna, fyrst og fremst vegna sérstakrar forinnlausnar spariskírteina á þessu ári. Útgjaldahækkunin, án vaxta, nemur um 8% milli ára, sem er heldur lægra en áætluð hækkun þjóðarútgjalda á sama tíma.

Útgjöld til almennra mála, en þar falla undir æðsta stjórn ríkisins, dómgæsla, löggæsla o.fl., hækka um 13% milli ára. Þar vega greiðslur til æðstu stjórnar ríkisins þyngst, einkum vegna sérstakra tímabundinna verkefna forsætisráðuneytis. Þá hækka greiðslur til löggæslu, sýslumanna o.fl. um 12%. Greiðslur til utanríkisþjónustunnar hækka hlutfallslega minnst þrátt fyrir aukinn rekstrarkostnað, þar sem á móti vegur lækkun stofnkostnaðar.

Gjöld ríkissjóðs janúar-október
(Í milljónum króna)
Breyting í %
1998
1999
2000
1998-1999
1999-2000
Almenn mál.........................................
14.462
16.167
18.290
11,8
13,1
Almenn stjórn....................................
6.779
8.056
9.383
18,8
16,5
Dómgæsla og löggæsla........................
5.441
5.763
6.451
5,9
11,9
Utanríkisþjónusta..............................
2.242
2.348
2.457
4,7
4,6
Félagsmál............................................
83.556
89.782
97.315
7,5
8,4
Þar af: Mennta- og menningarmál.........
15.265
16.732
18.137
9,6
8,4
Heilbrigðismál............................
24.973
27.877
31.085
11,6
11,5
Almannatryggingamál.................
33.243
34.760
37.096
4,6
6,7
Húsn- fél. og vinnumál...............
8.118
8.159
8.538
0,5
4,6
Atvinnumál..........................................
18.582
20.955
22.183
12,8
5,9
Þar af: Landbúnaðarmál.........................
6.831
7.259
7.360
6,3
1,4
Samgöngumál..............................
8.718
10.205
11.158
17,1
9,3
Vaxtagjöld............................................
11.064
9.527
14.684
-13,9
54,1
Önnur útgjöld.....................................
3.563
5.508
6.122
54,6
11,1
Gjöld alls.............................................
131.226
141.940
158.594
8,2
11,7


Nálægt tveir þriðju hlutar af útgjöldum ríkisins það sem af er árinu, rúmir 97 milljarðar króna, runnu til ýmissa félagsmála, svo sem mennta-, menningar-, heilbrigðis- og tryggingamála. Útgjöld til þessa málaflokks hækka í heild um 8,4% milli ára, en frávik einstakra viðfangsefna eru veruleg. Þannig hækka greiðslur til sjúkrahúsa og öldrunarþjónustu um tæp 12% á meðan ýmsar tilfærslur, svo sem til almanna-trygg-inga, hækka um tæp 7%. Bæturnar hækka í samræmi við launaþróun, en á móti vega áhrif tekjutengingar bóta og lægra atvinnuleysi. Atvinnuleysi er innan við 1S% það sem af er árinu á móti tæpum 2% á sama tíma í fyrra.

Útgjöld til atvinnumála hækka um 6% og skýrist af framlögum til vegamála sem hækka um 9,3%. Aftur á móti eru greiðslur til landbúnaðarmála nær óbreyttar milli ára. Veigamestu útgjaldaliðirnir fylgja forsendum sem fram koma í vegaáætlun og búvörusamningi.

Vaxtagreiðslur hækka sem fyrr segir um 5,2 milljarða króna milli ára og verulega umfram forsendur fjárlaga sem skýrist að mestu af forinnlausn spariskírteina á þessu ári. Innlausnin kemur fram sem hækkun á greiðslugrunni, en fyrirframgreiðsla vaxta með þessum hætti skilar sér í minni vaxtagreiðslum síðar.

Önnur útgjöld hækka um 0,6 milljarða króna, sem skýrist að mestu af hækkun uppbóta á lífeyri sem greiddar eru til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.

Lánahreyfingar
Lánveitingar ríkissjóðs, nettó, taka til greiðslna vegna veittra lána, sölu hlutabréfa og hreyfinga á viðskiptareikningum. Innheimtar afborganir umfram ný veitt lán námu 0,5 milljörðum króna í samanburði við 2,9 milljarða á sama tíma í fyrra. Verulega hefur dregið úr lánveitingum ríkissjóðs á undanförnum árum. Greiðslur af almennum viðskiptareikningum námu 6,3 milljörðum og greiðslur til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins vegna lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs nema alls 5 milljörðum króna. Á móti þessu vegur að innborganir í upphafi þessa árs vegna sölu viðskiptabanka á síðasta ári námu um 5S milljarði króna.

Afborganir lána ríkissjóðs námu 34,1 milljarði króna, eða tæpum 8 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Þar ber hæst forinnlausn spariskírteina, sem nam 10 milljörðum króna. Var uppkaupum beint að fjórum flokkum spariskírteina sem eru ekki nægilega seljanlegir á eftirmarkaði. Afborganir erlendra lána námu 13,5 milljörðum króna sem er sama fjárhæð og í fyrra.

Lántökur ríkisins námu um 29 milljörðum króna, 19 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Þær skiptast þannig að erlendar lántökur nema 22 milljörðum og innlendar 7 milljörðum króna. Í febrúar sl. gaf ríkissjóður út skuldabréf til sjö ára að fjárhæð 200 milljónir evra og nam andvirði þeirra 14S milljarði króna sem var notað til endurgreiðslu erlendra lána. Þessu til viðbótar eru erlendar skammtímalántökur að fjárhæð 7 milljarðar til að mæta tímabundinni fjárþörf innan ársins. Útgáfa ríkisvíxla innanlands var tæpum S milljarði hærri en innlausn, samanborið við 6 milljarða króna lækkun á sama tíma í fyrra. Þá nemur sala spariskírteina og ríkisbréfa 6,4 milljörðum króna samanborið við 3 milljarða í fyrra.

Nýlega var gengið til samninga við þrjár lánastofnanir um viðskiptavakt með ríkisvíxla. Samningsaðilar hafa einir heimild til þátttöku í útboðum og verða þannig jafnframt aðalmiðlarar ríkisvíxla. Tilgangur samningsins er að tryggja útgáfu ríkisvíxla og efla verðmyndun þeirra á eftirmarkaði. Ríkissjóður skuldbindur sig með samningnum til að selja í hvert skipti 3 - 4 milljarða króna í þremur útboðum. Gert er ráð fyrir að útistandandi stofn ríkisvíxla muni hækka á næsta ári um 4 - 6 milljarða króna frá því sem verður um næstu áramót.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira