Hoppa yfir valmynd
19. janúar 2001 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Alþjóðlegt stærðfræðiár 2000

    Dreifibréf til ýmissa aðila

    Alþjóðlegt stærðfræðiár 2001

Í tilefni af Alþjóðlegu stærðfræðiári 2000 hafa Norðurlöndin sameinast um útgáfu stærðfræðibókar til að kynna nýbreytni og árangur í stærðfræðikennslu. Í bókinni er að finna dæmi um framþróun stærðfræðikennslu á Norðurlöndunum.

Að útgáfunni stóð fimm manna ritnefnd en höfundar greinanna í bókinni eru 32 talsins og koma þeir frá Danmörku, Finnlandi, Grænlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Allir höfundar gáfu vinnu sína við gerð bókarinnar en einnig fengust styrkir innan sumra landanna, sem runnu til verksins í heild.

Vegna þessa ómetanlega framlags höfunda og annarra, sem að bókinni standa, var menntamálaráðuneytinu afhent eintak fyrir hvern grunnskóla og framhaldsskóla í landinu án endurgjalds en ráðuneytið leggur verkefninu lið með því að senda bókina skólunum og skólaskrifstofum.

Er þess vænst að stærðfræðibókin veki áhuga íslenskra skólamanna, glæði áhuga á stærðfræðikennslu og bendi á nýjar leiðir í lausnum á viðfangsefnum stærðfræðinnar.

Með góðri kveðju


Björn Bjarnason
menntamálaráðherra
(Janúar 2001)

    Hafa samband

    Ábending / fyrirspurn
    Ruslvörn
    Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum