Hoppa yfir valmynd
23. janúar 2001 Matvælaráðuneytið

Fundur með framkvæmdastjóra sjávarútvegsmála hjá Evrópusambandinu. 23.01.01

Fréttatilkynning


Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra Íslands og Jørgen Niclasen sjávarútvegsráðherra Færeyja áttu fund með Franz Fischler, framkvæmdastjóra sjávarútvegsmála hjá Evrópusambandinu.

Megintilgangur fundarins var að fjalla um niðurstöðu skýrslu um umhverfismerkingar á sjávarafurðum sem kynnt var á Svalbarða sl. haust þar sem sjávarútvegsráðherra var falið að kynna niðurstöðurnar fyrir Evrópusambandinu.

Fischler sagði að talsvert hefði verið fjallað um málið innan Evrópusambandsins og væri nú verið að leggja lokahönd á skýrslu um umhverfismerkingar sem unnin er fyrir framkvæmdastjórnina. Taldi hann mikilvægt að Norðurlöndin og Evrópusambandið ynnu sameiginlega að málinu í kjölfar þess að framkvæmdastjórninni hefði verið kynnt efni skýrslunnar. Stefnt er að því að fundur með fulltrúum beggja aðila verði haldinn um miðjan mars næstkomandi.

Ráðherrarnir ræddu um þann vanda sem komið hefur upp í tengslum við kúariðumálið svokallaða og sérstöðu fiskimjöls gagnvart kjöt- og beinamjöli. Þá var á fundinum fjallað um díóxín í fiskimjöli og nauðsyn þess að fara varlega við ákvörðun um takmarkanir á magni þess í sjávarafurðum sem seldar eru til landa Evrópusambandsins.
Sjávarútvegsráðuneytið
23. janúar 2001






Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum