Hoppa yfir valmynd
22. mars 2001 Matvælaráðuneytið

Tillaga um aukinn loðnukvóta. 22.03.01

Fréttatilkynning


Aukning loðnukvótans

Sjávútvegsráðuneytinu hefur í dag borist tillaga Hafrannsóknarstofnunarinnar um frekari aukningu á leyfilegum heildarafla loðnu. í tillögunni segir að upplýsingar hafi komið fram um vænni loðnu á miðunum við landið en í fyrri athugun í febrúar sl. Af þessum sökum þótti ástæða til að endureikna stofnstærð loðnustofnsins. í ljósi leiðréttra stofnútreikninga leggur Hafrannsóknarstofnunin til að aflamark yfirstandandi vertíðar verði aukið um 100 þúsund tonn.

Samkvæmt samningi milli Íslands, Grænlands og Noregs um nýtingu loðnustofnsins ber íslenskum stjórnvöldum að kynna tillögu Hafrannsóknarstofnunarinnar um aukninguna fyrir stjórnvöldum í Grænlandi og Noregi. Að því loknu mun ráðherra taka ákvörðun um frekari aukningu.
Sjávarútvegsráðuneytið 12. mars 2001



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum