Hoppa yfir valmynd
3. maí 2001 Matvælaráðuneytið

Malasía - Samstarf á sviði sjávarútvegs. 03.05.01

Fréttatilkynning


Í dag var haldinn fundur fulltrúa sjávarútvegsráðuneytisins Íslands og fulltrúa landbúnaðarráðuneytis Malasíu, en undanfarna daga hefur opinber sendinefnd frá Malasíu dvalið hér á landi til að kynna sér íslenskan sjávarútveg.

Á fundinum var rætt um að auka samvinnu þjóðanna á sviði sjávarútvegs með miðlun þekkingar og tæknikunnáttu milli landanna. Í því sambandi var rætt um að stuðla að aukinni samvinnu sjávarútvegsfyrirtækja í löndunum. Þá var rætt um að koma á samvinnu um fiskveiðistjórnun og hafrannsóknir og skiptast á upplýsingum sem nýtast mundu varðandi þessa þætti. Loks var fjallað um aðkomu Íslands að aukinni þjálfun og menntun einstaklinga m.a. með því að styrkja nemendur frá Malasíu til náms í Sjávarútvegsskóla Sameinuðuþjóðanna í Reykjavík.

Sjávarútvegsráðuneytinu
3. maí 2001

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum