Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2001 Matvælaráðuneytið

Nefnd um fiskmarkaði

Sjávarútvegsráðherra hefur í dag skipað eftirtalið fólk í nefnd til að gera úttekt á gildi fiskmarkaða og áhrifa þeirra á íslenskan sjávarútveg og atvinnuþróun.}Nefnd þessi er skipuð í kjölfar þingsályktunar sem samþykkt var á Alþingi þann 20. maí 2001.

Arnar Sigmundsson, tilnefndur af Samtökum fiskvinnslustöðva
Arthúr Bogason, tilnefndur af Landsambandi smábátaeigenda
Árni Múli Jónsson, tilnefndur af Fiskistofu
Benedikt Valsson, tilnefndur af Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands
Bjarni Áskelsson, tilnefndur af Samtökum uppboðsmarkaða
Friðrik J. Arngrímsson, tilnefndur af Landsambandi íslenskra útvegsmanna
Helgi Laxdal, tilnefndur af Vélstjórafélagi Íslands
Hólmgeir Jónsson, tilnefndur af Sjómannasambandi Íslands
Óskar Þór Karlsson, tilnefndur af Samtökum fiskvinnslu án útgerðar

Eftirtaldir aðilar eru skipaðir án tilnefningar:

Alda Möller, matvælafræðingur
Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður
Arndís Steinþórsdóttir, skrifstofustjóri
Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri
Kristján Pálsson, alþingismaður og er hann formaður nefndarinnar
Magnús Stefánsson, alþingismaður
Sigríður Ingvarsdóttir, alþingismaður
Svanfríður Jónasdóttir, alþingismaður
Valgerður Sigurðardóttir, forseti bæjarstjónar Hafnafjarðar


Sökum þess hve fjölmenn nefndin er hefur sjávarútvegsráðherra ákveðið að innan hennar starfi sérstök framkvæmdanefnd. Formaður hennar er Kristján Pálsson. Auk hans eiga þar sæti Arndís Steinsþórsdóttir og Magnús Stefánsson en Alda Möller er starfsmaður nefndarinnar.

Sjávarútvegsráðuneytið
23. nóvember 2001

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum