Hoppa yfir valmynd
11. desember 2001 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Vegna skipulagsbreytinga eru lausar til umsóknar eftirtaldar stöður í félagsmálaráðuneytinu

Lausar stöður


  • Staða skrifstofustjóra almennrar skrifstofu.
  • Staða skrifstofustjóra sveitarstjórnarskrifstofu.
  • Staða skrifstofustjóra fjölskyldumálaskrifstofu.
  • Staða skrifstofustjóra jafnréttis- og vinnumálaskrifstofu.

Eftirfarandi kröfur eru gerðar til umsækjenda:

Háskólamenntun, víðtæk þekking á viðfangsefnum skrifstofunnar, forystuhæfileikar, reynsla af stjórnun æskileg, ágæt samskiptahæfni, góð tölvukunnátta, gott vald á íslensku máli og góð tungumálakunnátta.

Skipað er í stöður skrifstofustjóra til fimm ára frá og með 1. febrúar 2002.

Um launakjör fer samkvæmt ákvörðun kjaranefndar.

Umsóknarfrestur er til 6. janúar 2002 og skulu umsóknir berast til félagsmálaráðuneytis, Hafnarhúsi v/Tryggagötu, 150 Reykjavík.

Nánari upplýsingar veitir ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytis, en öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.

Félagsmálaráðuneytið,
11.desember 2001


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum