Hoppa yfir valmynd
21. desember 2001 Matvælaráðuneytið

Hækkun á leyfilegum heildarafla ýsu

FRÉTTATILKYNNING


Hækkun á leyfilegum heildarafla ýsu, ufsa, skarkola og steinbít

Sjávarútvegráðherra hefur ákveðið að auka við aflaheimildir á fiskveiðiárinu 2001/2002 sem hér segir.

Aflaheimildir í;
ýsu hækka úr 30.000 tonnum verða 41.000 tonn
ufsa hækka úr 30.000 tonnum verða 37.000 tonn
skarkola hækka úr 4.000 tonnum verða 5.000 tonn
steinbít hækka úr 13.000 tonnum verða 16.100 tonn

Þessar breytingar eru meiri í þorskígildum talið en samdráttur í leyfilegum heildarafla þorsks sem kynntur var í júní sl. eða 33.000 (aukning í rækju meðtalin) þorskígildistonn á móti 30.000 tonnum.

Útflutningstekjur sjávarafurða hækka um 3 milljarða auk 3 milljarða hækkunar teknanna vegna aukningar á leyfilegum heildarafla rækju. Þetta felur í sér að útflutningstekjur sjávarafurða hækka um 5% frá endurskoðaðri þjóðhagsspá sem birt var í byrjun desember. Áætlað er að útflutningstekjur sjávarafurða hækki um 13% frá árinu 2001 og 33% frá árinu 2000.

Gera má ráð fyrir að hækkun á leyfilegum heildarafla ofangreindra tegunda auki útflutningsverðmæti útfluttra sjávarafurða um 3 milljarða kr. og kemur sú hækkun til viðbótar þeim 3 milljörðum kr. sem leiðir af hækkun á leyfilegum heildarafla úthafsrækju er tilkynnt var um 17. desember s.l. Ákvarðanir sjávarútvegsráðherra munu því leiða til þess að útflutningsverðmætið á árinu 2002 verður nálægt 128 milljarðar kr. í stað 122 milljarða kr. sem Þjóðhagsstofnun áætlar í endurskoðaðri þjóðhagsáætlun að öðru óbreyttu. Í sömu áætlun ÞHS er gert ráð fyrir að útflutningstekjur sjávarafurða verði um 113 milljarðar kr. á árinu 2001.
Með þessum nýju forsendum má gera ráð fyrir að útflutningsverðmætið hækki um a.m.k. 13% á milli ára, í stað 7,5% í fyrri áætlunum. Frá árinu 2000 hefur verðmætið þá aukist um þriðjung. Þegar tilkynnt var um 30.000 tonna niðurskurð á leyfilegum heildarafla þorsk s.l. vor var áætlað að útflutningstekjur myndu að öllu samanlögðu dragast saman um 4 milljarða kr. Þær hækkanir á leyfilegum heildarafla sem tilkynnt hefur verið um í dag og 17. desember s.l. gera því betur en að vega að fullu upp þann samdrátt. Stefnir allt í góða afkomu botnfiskveiða á árinu 2002.

Verndun hrygningarsvæða og úttekt á sandkola

Undanfarið hafa farið fram umræður um verndun hrygningarsvæða mikilvægra nytjafiska. Sjávarútvegsráðherra hefur falið Hafrannsóknastofnuninni að koma með tillögur að friðun hrygningarþorsks á vetrarvertíð svo og friðun hrygningarsvæða steinbíts og skarkola. Í ljósi vísbendinga um aukna gengd sandkola við landið hefur sjávarútvegsráðherra óskað eftir því að stofnunin geri sérstaka úttekt á stofninum.


Sjávarútvegsráðuneytið 21. desember 2001


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum