Hoppa yfir valmynd
27. desember 2001 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Breyting á lögum um leikskóla

Til þeirra sem málið varðar

Breyting á lögum um leikskóla


Á síðasta löggjafarþingi voru samþykkt lög nr. 47/2001 um breyting á lögum nr. 78/1994 um leikskóla.

Samband íslenskra sveitarfélaga óskaði eftir því í mars 2001 við menntamálaráðherra að hann beitti sér fyrir breytingu á lögum um leikskóla í samræmi við niðurstöðu Félags íslenskra leikskólakennara og launanefndar sveitarfélaga í tengslum við samþykkt nýgerðs kjarasamnings þessara aðila.

Meginlagabreytingin er fólgin í því að 12. gr. laga nr. 78/1994 um leikskóla var breytt til samræmis við sameiginlega tillögu kjarasamningsaðila á þann veg að heimilað er að starfsfólk án leikskólakennaramenntunar taki þátt í að annast uppeldi og menntun barna undir stjórn leikskólakennara, enda fáist ekki leikskólakennari til starfsins.

Einnig er vakin athygli á hjálagðri reglugerð nr. 365/2001 um breyting á reglugerð um starfsemi leikskóla nr. 225/1995.

Vakin er athygli á því að hægt er að nálgast lög um leikskóla, breytingar á þeim, gildandi reglugerð við lögin, aðalnámskrá leikskóla, svör við fyrirspurnum, úrskurði og ýmsar aðrar upplýsingar á heimasíðu ráðuneytisins: www.menntamalaraduneyti.is

(Desember 2001)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum