Hoppa yfir valmynd
7. janúar 2002 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Greiningartækið "HLJÓM"

Greiningartækið "HLJÓM"



Menntamálaráðuneytið hefur samið við höfunda greiningartækisins, "HLJÓMs", um fjárstuðning ráðuneytisins til að fullvinna tækið en því er ætlað að finna börn í leikskóla á aldrinum 5-6 ára sem eiga á hættu að glíma við lestrarerfiðleika síðar. Höfundar greiningartækisins "HLJÓMs" eru Ingibjörg Símonardóttir talmeinafræðingur við Fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar, Jóhanna Einarsdóttir sjálfstætt starfandi talmeinafræðingur við Talþjálfun Reykjavíkur og Amalía Björnsdóttir dósent í aðferðafræði við Kennaraháskóla Íslands.


Fjárstuðningur menntamálaráðuneytisins er nýttur til að greiða kostnað við að fullvinna greiningartækið, standa straum af hluta kostnaðar vegna námskeiða fyrir leikskólakennara um notkun prófsins, og nauðsynlega skýrslugerð.

Greiningartækið "HLJÓM" mun standa öllum leikskólum til boða frá og með hausti 2002 á verði sem samsvarar efniskostnaði, að því tilskyldu að á viðkomandi leikskóla starfi leikskólakennari sem hlotið hefur réttindi til að leggja "HLJÓM" fyrir. Þau réttindi fást á námskeiðum sem höfundar munu standa fyrir snemmsumars 2002.

Menntamálaráðuneytið hvetur starfsfólk leikskóla til að kynna sér framangreint greiningartæki. Höfundar munu senda frekari upplýsingar til leikskóla á næstunni.

(janúar 2002)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum