Hoppa yfir valmynd
10. janúar 2002 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Breyting á reglugerð um lánaflokka Íbúðalánasjóðs

Haustið 2001 fór fram endurskoðun á reglugerð um lánaflokka Íbúðalánasjóðs, nr. 458/1999, sem sett er með stoð í heimild skv. 16. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998. Endurskoðunin tók einnig til eldri reglugerðar um lánveitingar til leiguíbúða, ráðstöfun þeirra og rekstur.

Tilgangurinn var að aðskilja lánveitingar til leiguíbúða í lánveitingar til almennra leiguíbúða (lánaflokkargl., nr. 458/1999) og lánveitingar til félagslegra leiguíbúða (leiguíbúðargl., nr. 873/2001). Sérstaka tímabundna leiguíbúðaátakið fellur undir almennar leiguíbúðir (nú 40. gr. lánaflokkareglugerðarinnar).

Þessi tenging er ekki vistuð á heimasíðu félagsmálaráðuneytisinsReglugerð um breytingu á reglugerð um lánaflokka Íbúðalánasjóðs, nr. 458/1999.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum