Hoppa yfir valmynd
11. janúar 2002 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Aukin þátttaka fatlaðra í næsta áfanga menntaáætlunar Evrópusambandsins

Aukin þátttaka fatlaðra í næsta áfanga menntaáætlunar Evrópusambandsins



Markmið SÓKRATES-áætlunar framkvæmdastjórnar ESB – en nafn Sókratesar er notað vegna þess að stefnt er að aukinni þekkingu og reynslu þátttakenda – er að gera fötluðum Evrópubúum fært að taka þátt í alþjóðlegum nemenda-/kennaraskiptum og verkefnum. Evrópumiðstöðin fyrir þróun í sérkennslu hefur gert rannsókn á því hve víðtæk þátttaka fatlaðra er í raun og veru og hvað sé til ráða til að auka aðgengi þeirra í næsta áfanga áætlunarinnar.

Í rannsókninni, sem unnin var með styrk frá framkvæmdastjórn ESB, er sjónum einkum beint að því hver þátttaka umrædds hóps sé í raun og veru innan SÓKRATES-áætlunarinnar; fyrst og fremst þeim spurningum hvort fatlaðir einstaklingar með sérþarfir taki þátt í Sókrates-áætluninni; hvaða þættir það séu sem styðji eða hindri þátttöku fatlaðra einstaklinga með sérþarfir og hvaða tillögur og úrræði sé hægt að leggja fram.

Í rannsókninni kemur fram að fatlaðir einstaklingar taka þátt í áætluninni svo framarlega sem viðeigandi stuðningur og tækifæri séu fyrir hendi. Í ljós kemur að jákvæð og virk umhyggja og stuðningur eru nauðsynlegar forsendur fyrir sömu tækifærum öllum til handa innan SÓKRATES-áætlunarinnar. Þær upplýsingar, skilgreiningar og tillögur sem kynntar eru í rannsókninni sýna eindregið þá niðurstöðu að SÓKRATES-áætlunin eigi raunverulega möguleika á að vera fyrirmynd um virka þátttöku fatlaðra við almennar aðstæður þar sem mörg skref í rétta átt hafi þegar verið tekin innan fyrsta hluta áætlunarinnar og bæði vilji og geta séu fyrir hendi um áframhaldandi þróun í þá átt.

Framkvæmdastjórnin hefur nú ýtt úr vör næsta áfanga áætlunarinnar sem nær fram til ársins 2006. Heildarráðstöfunarfé fyrir sex ára áætlun er 1.850 milljón evrur. Nú þegar hefur verið brugðist við allnokkrum mikilvægum tillögum úr rannsókninni – einkum því að gera upplýsingar aðgengilegar á alls kyns formi fyrir fatlaða. Unnið verður að því smám saman að gera aðrar tillögur að veruleika í þessum áfanga áætlunarinnar.

Útdráttur úr skýrslunni á 10 tungumálum og tölvutækar útgáfur á öllum upplýsingum sem vísað er til í skýrslunni er að finna á vefsíðu Evrópumiðstöðvarinnar: www.european-agency.org.

Hægt er að skoða skýrslu framkvæmdastjórnar í heild sinni á eftirfarandi vefslóð:
europa.eu.int/comm/education/evaluation/socrates_en.html

Hægt er að fá nánari upplýsingar um rannsóknina á aðalskrifstofu Evrópumiðstöðvarinnar:
[email protected]

Menntamálaráðuneytið, 10. janúar 2002

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum