Hoppa yfir valmynd
18. janúar 2002 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Árleg athugun á fjárhagsstöðu sveitarfélaga

Í samræmi við 13. gr. reglugerðar um eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, nr. 374/2001, hefur nefndin framkvæmt árlega athugun sína á fjárhagsstöðu sveitarfélaga sem byggð er á niðurstöðum ársreikninga þeirra ársins 2000 og fjárhagsáætlana fyrir árið 2001.

Athugunin náði til allra sveitarsjóða og var framkvæmd með tilliti til lykiltalna, sbr. 6. gr. reglugerðar um eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, nr. 374/2001, og þeirra viðmiða sem nefndin studdist við.

Athuguninni má skipta í eftirfarandi tvo megin flokka:

i. Athugun þar sem allar lykiltölur, sbr. 6. gr. framangreindrar reglugerðar, voru hafðar til hliðsjónar. Hver útreiknuð lykiltala var borin saman við viðmið og niðurstaðan vegin. Næði heildarniðurstaða allra lykiltalnanna ekki tilteknu lágmarki var sveitarfélagið skoðað sértaklega og því sent bréf ef ástæða þótti til.
ii. Athugun á framlegð sveitarsjóðs þrátt fyrir að aðrir fjárhagslegir þættir færu ekki fram úr viðmiðum eftirlitsnefndar.

Í kjölfar athugunarinnar taldi eftirlitsnefndin ástæðu til að senda bréf til 31 sveitarfélags þar sem óskað er eftir, að henni verði gerð grein fyrir því innan tveggja mánaða hvernig þróunin hefur verið í fjármálum sveitarfélagsins á árinu 2001 og hvernig sveitarstjórnin hyggst bregðast við fjárhagsvanda sveitarsjóðsins.

Eftirfarandi sveitarfélög fengu bréf frá nefndinni í samræmi við neðangreinda skilgreiningu á fjárhagsstöðu þeirra.

Í kjölfar athugunar á framlegð sveitarsjóðs, sbr. ii. lið hér að framan.

3501 Hvalfjarðarstrandarhreppur
3713 Eyja- og Miklaholtshreppur
7506 Fellahreppur
8712 Laugardalshreppur

Í kjölfar athugunar á öllum lykiltölum, sbr. i. lið hér að framan.

1400 Hafnarfjarðarkaupstaður
1603 Bessastaðahreppur
1604 Mosfellsbær
2000 Reykjanesbær
2503 Sandgerðisbær
2506 Vatnsleysustrandarhreppur
3504 Leirár- og Melahreppur
3510 Borgarfjarðarsveit
3609 Borgarbyggð
3714 Snæfellsbær
3809 Saurbæjarhreppur
4905 Kirkjubólshreppur
5200 Sveitarfélagið Skagafjörður
5603 Torfalækjarhreppur
5604 Blönduóssbær
5609 Höfðahreppur
6100 Húsavíkurkaupstaður
6200 Ólafsfjarðarbær
6609 Aðaldælahreppur
6705 Raufarhafnarhreppur
6707 Þórshafnarhreppur
7000 Seyðisfjarðarkaupstaður
7300 Fjarðabyggð
8000 Vestmannaeyjabær
8607 Rangárvallahreppur
8707 Villingaholtshreppur
8711 Biskupstungnahreppur





Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum