Hoppa yfir valmynd
25. janúar 2002 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Opnum Kosningavefs

Sveitarstjórnarkosningar 2002Félagsmálaráðherra opnaði í dag við formlega athöfn kosningavefinn kosningar2002.is, sem tileinkaður er sveitarstjórnarkosningum sem haldnar verða laugardaginn 25. maí 2002.

Um er að ræða samstarfsverkefni félagsmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Dagsetning opnunarinnar er valin með það í huga að nú eru réttir fjórir mánuðir til kosninganna.

Efni sem er að finna á vefnum:

Leiðbeiningar til kjósenda um helstu atriði tengd kosningunum, t.d. um kosningarrétt og kjörgengi, utankjörfundaratkvæðagreiðslu, framboðslista í hverju sveitarfélagi, úrslit kosninga o.s.frv.

Leiðbeiningar til frambjóðenda, m.a. um frágang framboðslista, kjörgengi o.s.frv.

Leiðbeiningar til kjörstjórna og sveitarstjórna, m.a. um túlkun laga, Hæstaréttardóma og ráðuneytisúrskurði sem gengið hafa um túlkun kosningalaga.

Upplýsingar um sveitarstjórnarkosningarnar 1998.

Tengingar við heimasíður sveitarfélaga og samtaka þeirra og við ýmsa aðra upplýsingavefi.

Stefnt er að því að nýtt efni muni bætast á vefinn í viku hverri. Í upphafi er hér einkum að finna ýmsar leiðbeiningar fyrir kjósendur, frambjóðendur, kjörstjórnir og sveitarstjórnir sem að mestu eru byggðar á ákvæðum laga um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998. Jafnframt hefur vefurinn að geyma tengingar við aðrar síður, svo sem heimasíður sveitarfélaga og samtaka þeirra.

Frestur til að skila inn framboðslistum rennur út 4. maí 2002. Ef einungis berst einn listi til yfirkjörstjórnar ber að framlengja framboðsfrestinn til 6. maí. Framboðslistar verða birtir eins fljótt og unnt er eftir að framboðsfresti lýkur. Einnig er stefnt að því að úrslit kosninga í hverju sveitarfélagi og nöfn kjörinna fulltrúa muni birtast á kosningavefnum að kosningunum loknum. Bent skal á að fyrstu fréttir af úrslitum munu þó væntanlega birtast í fjölmiðlum.

| Smelltu hér til að komast á vefinn |


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum