Hoppa yfir valmynd
30. janúar 2002 Matvælaráðuneytið

Aukning loðnukvótans 30.01.02

AUKNING LOÐNUKVÓTANS.



Sjávarútvegsráðuneytið hefur í dag gefið út reglugerð um aukningu loðnukvótans á yfirstandandi loðnuvertíð. Samkvæmt reglugerð þessari er loðnukvóti íslenskra loðnuskipa á vertíðinni aukinn um 530 þús. lestir og verður heildarkvótinn eftir aukninguna 968.389 lestir. Ákvörðun þessi er tekin að tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar að loknum mælingum á stærð loðnustofnsins.

Gera má ráð fyrir að þessi hækkun á leyfilegum heildarafla í loðnu auki útflutningsverðmæti sjávarafurða á árinu 2002 um 2 milljarða króna frá fyrri áætlunum Þjóðhagsstofnunar. Með aukningu kvóta í rækju, ýsu, ufsa, sandkola og nú loðnu hefur útflutningsverðmæti sjávarafurða aukist um 8 milljarða króna á árinu 2002 frá fyrri áætlunum Þjóðhagsstofnunar.



Sjávarútvegsráðuneytinu, 30. janúar 2002.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum