Hoppa yfir valmynd
6. febrúar 2002 Matvælaráðuneytið

Staða forstjóra RF. 06.02.02

Fréttatilkynning



Árni M Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, hefur veitt dr. Grími Valdimarssyni lausn, samkvæmt eigin ósk, frá störfum sem forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins en hann starfar nú sem forstjóri fiskiðnaðardeildar sjávarútvegssviðs Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, í Róm.

Við þetta tækifæri færði ráðherrann dr. Grími þakkir fyrir vel unnin störf í þágu Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins og sjávarútvegsráðuneytisins á liðnum árum. Þá lýsti ráðherrann yfir að hann teldi störf dr. Gríms hjá FAO, afar verðmæt fyrir íslenskan sjávarútveg og óskaði honum velfarnaðar í því starfi.

Forstjórastaðan í Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins verður í framhaldi af lausnarveitingu dr. Gríms, auglýst laus til umsóknar.


Sjávarútvegsráðuneytið, 5. febrúar 2002.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum