Hoppa yfir valmynd
14. mars 2002 Matvælaráðuneytið

Aukning loðnukvótans 14.03.2002

Fréttatilkynning


Sjávarútvegsráðuneytið hefur í dag aukið loðnukvótann sem nemur 100 þús. tonnum eða úr 996.202 lestum í 1.096.202 lestir. Ákvörðun þessi var tekin að tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar.
Í janúar sl. lauk Hafrannsóknastofnunin við mælingar á kynþroska hluta loðnustofnsins og gerði að þeim loknum tillögu um 1200 þúsund tonna heildaraflamark fyrir yfirstandandi loðnuvertíð. Undanfarið hafa verið spurnir af líklegri vestangöngu loðnu og hafa nú mælst liðlega 100 þús tonn sem talið er að ekki hafi tilheyrt þeim hluta stofnsins sem mældur var í janúar.
Gera má ráð fyrir að hækkun á leyfilegum heildarafla í loðnu auki útflutningsverðmæti sjávarafurða á árinu 2002 um 1,2 milljarða frá fyrri áætlunum Þjóðhagstofnunar.


Sjávarútvegsráðuneytið
14. mars 2002

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum