Hoppa yfir valmynd
15. mars 2002 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fréttir á pólsku og serbó-króatísku á textavarpinu

Textavarpið hóf á miðvikudag, 13. mars, að birta fréttir á pólsku og serbó-króatísku og er það Fjölmenningarsetur á Vestfjörðum sem stendur að þessari þjónustu. Fyrstu fréttirnar voru um frumvarp félagsmálaráðherra um kosningar til sveitarstjórna, sem m.a. fjallar um rétt erlendra ríkisborgara sem búið hafa á Íslandi í fimm ár og um bæklinga sem Vinnueftirlit ríkisins gaf nýverið út um vinnuvernd og eru gefnir út m.a. á pólsku og serbó-króatísku. Gert er ráð fyrir að síðurnar á textavarpinu verði uppfærðar vikulega. Eru fréttir á pólsku á blaðsíðu 148 og þær serbó-króatísku á blaðsíðu 149.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum