Hoppa yfir valmynd
15. mars 2002 Matvælaráðuneytið

Stjórn kolmunnaveiða. 15.03.02

Stjórn kolmunnaveiða.


Sjávarútvegsráðherra hefur í dag gefið út reglugerð um úthlutun aflahlutdeildar og aflamarks í kolmunna. Samkvæmt reglugerð þessari er heildarkvóti í kolmunna á árinu 2002 ákveðinn 282 þús. lestir og er hverju skipi reiknuð aflahlutdeild miðað við aflareynslu þess á þremur bestu veiðiárum síðustu sex ára. Aflamark þess á árinu ræðst síðan af aflahlutdeild þess og leyfilegum heildarafla. Reglugerð þessi er gefin út með stoð í lögum nr. 151/1996, um veiðar utan lögsögu, en í 5. gr. þeirra laga er kveðið á um hvernig standa skuli að úthlutun aflahlutdeilda úr stofnum sem veiðast bæði utan og innan lögsögunnar.

Heildarkvótinn á árinu 2001 er 23% lægri en heildarveiði íslensku skipanna varð á árinu 2001. Ráðuneytið mun endurskoða ákvörðun sína um heildarveiðimagn með tilliti til ákvarðana annarra ríkja um veiðimagn og þróunar í veiðunum.


Sjávarútvegsráðuneytið
15. mars 2002.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum