Hoppa yfir valmynd
18. mars 2002 Matvælaráðuneytið

Nr. 05/2002 - Blaðamannafundur í Melabúðinni vegna verðmyndunar á grænmeti.

Fréttatilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu nr. 05/2002


Boðun blaðamannafundar


Landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, verður staddur í Melabúðinni við Hagamel 39, Reykjavík, kl. 15:30 í dag til að kynna fjölmiðlum breytingar sem eru að verða á verðmyndun á agúrkum, papriku og tómötum, en á þessar vörur hafa komið tollar þann 15. mars ár hvert til að tryggja samkeppnismöguleika innlendrar framleiðslu gagnvart innflutningi. Til að lækka verð þessara afurða til neytenda, hefur verið tekin ákvörðun um að ekki komi til álagningar tolla á þessar afurðir en í stað þess verði teknar upp beingreiðslur til framleiðenda út á þessar afurðir til að jafna samkeppnisskilyrði innlendra aðila gagnvart innflutningi. Þessi breyting á verðmyndun þeirra afurða sem um ræðir mun leiða til um helmingslækkunar á þessum afurðum frá því verði sem annars væri.

Til að koma til framkvæmda þeirri stefnubreytingu um framleiðslu og verðmyndun gróðurhúsaafurða mun landbúnaðarráðherra beita sér fyrir breytingu á búvörulögum sem hefur m.a. að markmiði:

a) Að lækka verð til neytenda á innfluttum sem og innlendum garð- og gróðurhúsaafurðum.
b) Að auka hagkvæmni og samkeppnishæfni innlendrar grænmetisframleiðslu til hagsbóta fyrir grænmetisframleiðendur og neytendur.
c) Að treysta tekjugrundvöll grænmetisframleiðenda.
d) Að styðja framleiðslu- og markaðsmöguleika innlendrar framleiðslu, þegar hún er nægjanleg að magni og gæðum.

Þá hefur ennfremur verið gerður aðlögunarsamningur um verðmyndun garð- og gróðurhúsaafurða og stuðning við framleiðendur þessara afurða milli Bændasamtaka Íslands og Sambands garðyrkjubænda annars vegar og landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra f.h. ríkisstjórnarinnar hins vegar. Markmið samningsins eru að ná fram áðurnefndum markmiðum sem sett verða í búvörulög.

Samningurinn gildir frá og með 1. janúar 2002 til og með 31. desember 2011.

Landbúnaðarráðuneytinu,
18. mars 2002


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum