Hoppa yfir valmynd
19. mars 2002 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Vakin athygli á samningi um sérstakan stuðning við dönskukennslu.

Vakin athygli á samningi um sérstakan stuðning við dönskukennslu


Menntamálaráðuneytið vill með bréfi þessu vekja athygli á samningi sem er í gildi milli menntamálaráðuneyta Íslands og Danmerkur um sérstakan stuðning við dönskukennslu á Íslandi á tímabilinu 2001-2003. Í samningnum eru m.a. ákvæði um danska farkennara í grunnskólum, danskan aðstoðarkennara í framhaldsskólum og styrki til endurmenntunar og námsefnisgerðar fyrir grunn- og framhaldsskólastig. Samninginn ásamt frekari upplýsingum um hann er að finna á vefsíðu ráðuneytisins. Slóðin er: www.menntamalaraduneyti.is.

Í samræmi við ákvæði samningsins hefur ráðuneytið auglýst styrki til námskeiðahalds fyrir dönskukennara í grunn- og framhaldsskólum og til námsefnisgerðar fyrir sömu skólastig fyrir árið 2002 (sjá Morgunblaðið 10. mars sl. og vefsíðu ráðuneytisins). Umsókarfrestur er til fimmtudagsins 4. apríl nk. og skal umsóknum skilað til ráðuneytisins á sérstökum eyðublöðum sem þar fást og sem einnig má nálgast á vefsíðu ráðuneytisins.
(Mars 2002)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum