Hoppa yfir valmynd
26. mars 2002 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fréttabréf Evrópumiðstöðar fyrir þróun í sérkennslu.

Til grunnskóla, framhaldsskóla, skólaskrifstofa og ýmissa annarra aðila

Fréttabréf Evrópumiðstöðar fyrir þróun í sérkennslu


Hjálagt er nýjasta fréttabréf Evrópumiðstöðar fyrir þróun í sérkennslu (The European Agency for Development in Special Needs Education), Euronews nr. 8, sem gefið hefur verið út á þjóðtungum allra þeirra landa sem aðild eiga að miðstöðinni.

Einnig er hjálagður sérstakur kynningarbæklingur um Evrópumiðstöðina fyrir þróun í sérkennslu, sem er sjálfstæð stofnun sem menntamálaráðuneyti 18 þátttökulanda standa að, þ.m.t. Íslands. Eystrasaltslöndin þrjú eru áheyrnarfulltrúar en stefna að fullri aðild innan tíðar. Eitt meginmarkmið með starfsemi Evrópumiðstöðvarinnar er að stuðla að umbótum í sérkennslu í Evrópu og auka samstarf Evrópulanda á því sviði.

Útgáfa fréttabréfsins Euro News og kynningarbæklingnum, á þjóðtungum þátttökulanda, er styrkt af Evrópusambandinu.

Þess er vænst að ofangreint efni verði kynnt í stofnun yðar eða samtökum.

Einnig er bent á vefsíðu Evrópumiðstöðvarinnar: http://www.european-agency.org

Vakin er athygli á því að Bryndís Sigurjónsdóttir aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla er sérstakur samstarfsaðili Evrópumiðstöðvarinnar fyrir Íslands hönd. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér frekar starfsemina er bent á netfang hennar [email protected]
(Mars 2002)


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum