Hoppa yfir valmynd
27. mars 2002 Matvælaráðuneytið

Reglugerð um humarveiðar. 27.03.02

Fréttatilkynning.


Ráðuneytið hefur í dag gefið út reglugerð um humarveiðar sem leysir af hólmi eldri reglugerð um sama efni. Reglugerðin tekur gildi 15. apríl 2002. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu breytingum, sem í hinni nýju reglugerð felast:

1. Nokkur breyting verður á leyfilegri stærð skipa, sem humarveiðar mega stunda. Humarveiðar mega nú stunda skip sem eru 300 brl. eða minni, enda séu skipin búin 740 kílówatta aðalvél eða minni.

2. Veiðisvæðinu hefur verið breytt þannig að óheimilt verður að stunda humarveiðar á grynnra vatni en 60 föðmum. Á svæðinu milli 16°V og 18°V verður þó áfram heimilt að stunda veiðar upp að 55 faðma dýpislínunni. Þá miðast eystri mörk svæðisins eftir breytinguna við línu, sem dregin er réttvísandi suðaustur frá Eystrahorni og vestur mörkin við línu réttvísandi suðvestur frá Malarrifi. Í eldri reglugerð voru línur þessar dregnar í suðaustur frá Papey og vestur frá Malarrfi.

3. Heimilt verði að landa smáhumri, 6-10 gr. að þyngd, utan aflamarks, enda fari hlutfall þeirrar stærðar ekki yfir 10% af humarafla veiðiferðarinnar. Í eldri reglugerð voru viðmiðunarmörkin 5% af afla.

4. Breidd leggglugga, sem áskilið er að séu á efra byrði vörpunnar, skal miðast við stærð vörpunnar.

5. Í upphafi hvers humarveiðitímabils, skal skipstjóri tilkynna til Landhelgisgæslu að skipið fari til humarveiða tiltekinn dag. Þá skal skipstjóri tilkynna til Landhelgisgæslu fyrirfram hvenær skipið hættir humarveiðum. Þetta ákvæði sem er nýtt er sett vegna eftirlits með veiðunum.



Sjávarútvegsráðuneytinu, 27. mars 2002.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum