Hoppa yfir valmynd
3. apríl 2002 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skipun trúnaðarmanna í samræmdum prófum.

Til trúnaðarmanna.

Skipun trúnaðarmanna í samræmdum prófum

Menntamálaráðuneytið hefur annast skipun trúnaðarmanna í samræmdum prófum frá árinu 1997 en að öðru leyti er framkvæmd samræmdra prófa í höndum Námsmatsstofnunar.
Ákveðið hefur verið að leita til þeirra sem áður hafa gegnt störfum trúnaðarmanna. Menntamálaráðuneytið áréttar að trúnaðarmenn við samræmd próf gegna mikilvægu hlutverki. Þeir eru eftirlitsmenn ráðuneytisins á prófstað og eiga að sjá til þess að farið sé að reglum sem um prófin gilda. Trúnaðarmönnum eru falin ábyrgðarstörf og afar mikilvægt að þeir taki starf sitt alvarlega, gegni því af festu og trúmennsku og vinni samkvæmt erindisbréfi sem menntamálaráðuneytið setur þeim.

Ef þú hefur hug á að taka að þér störf trúnaðarmanns vorið 2002 við sama skóla og síðastliðið vor, og gangast undir þær skyldur sem erindisbréfið segir til um, ertu vinsamlegast beðin(n) að staðfesta það hið fyrsta í síma 560 9567 eða með símbréfi til ráðuneytisins, 562 3068. Auk þessa er hægt að senda staðfestingu með tölvupósti, netfang: [email protected]

Hafi staðfesting ekki borist ráðuneytinu hinn 5. apríl, verður litið svo á að þú hyggist ekki taka starfið að þér.

Trúnaðarmenn eru beðnir að kynna sér vel ákvæði meðfylgjandi reglugerðar um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra prófa. Vakin er sérstök athygli á 1. gr. reglugerðarinnar þar sem kveðið er á um sjúkrapróf ef nemandi er veikur á prófdegi og skilar læknisvottorði til skólans. Einnig er minnt á ákvæði 9. greinar. Með bréfi þessu fylgir einnig erindisbréf fyrir trúnaðarmenn sem lýsir helstu verkefnum þeirra og skyldum.

Prófdagar eru þessir:

Íslenska þriðjudagur 23. apríl 2002 kl. 9.00-12.00
Enska miðvikudagur 24. apríl 2002 kl. 9.00-12.00
Náttúrufræði föstudagur 26. apríl 2002kl. 9.00-12.00
Stærðfræði mánudagur 29. apríl 2002kl. 9.00-12.00
Danska þriðjudagur 30. apríl 2002kl. 9.00-12.00

Meðfylgjandi: Reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra lokaprófa í 10. bekk í grunnskólum, erindisbréf fyrir trúnaðarmenn við framkvæmd samræmdra lokaprófa í grunnskóla og þóknanablað (doc - 20KB) (pdf - 6,63KB).

(Apríl 2002)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum