Hoppa yfir valmynd
8. apríl 2002 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Könnun á áhrifum og afleiðingum sameiningar sveitarfélaga

Á fundi í félagsmálaráðuneytinu þann 25. mars var kynnt viðamikil könnun sem Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri vann með tilstyrk félagsmálaráðuneytisins á áhrifum og afleiðingum sameiningar sveitarfélaga. Rannsóknin tók til 7 sveitarfélaga sem sameinuð voru á árunum 1994 og 1998 úr alls 37 sveitarfélögum. Sveitarfélögin eru:
  • Borgarfjarðarsveit
  • Dalabyggð
  • Fjarðabyggð
  • Snæfellsbær
  • Sveitarfélagið Árborg
  • Sveitarfélagið Skagafjörður
  • Vesturbyggð
Rannsóknin beindist að því að athuga áhrif á fimm meginþætti varðandi sveitarfélög:
  • Lýðræðið
  • Rekstur og fjármál
  • Þjónustu sveitarfélags
  • Stjórnsýslu
  • Búsetu- og byggðaþróun
Skýrslur um könnuninni í heild sinni eða varðandi einstök sveitarfélög sem skoðuð voru er hægt að nálgast hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri (með tölvupósti í [email protected] eða í síma 4630570), en hér gefur að líta helstu niðurstöður úr könnuninni.

Könnun RHA - helstu niðurstöður (PowerPoint 350 KB)

Þessi tenging er ekki vistuð á heimasíðu félagsmálaráðuneytisinsSkýrslur RHA um einstök sveitarfélög




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum