Hoppa yfir valmynd
9. apríl 2002 Matvælaráðuneytið

Kvótaúthlutun til krókaaflamarksbáta. 09.04.02

Fréttatilkynning

Kvótaúthlutun til krókaflamarksbáta til að efla sjávarbyggðir sem
að verulegu leyti eru háðar veiðum þeirra.


Við upphaf þessa fiskveiðiárs, sem hófst 1. september 2001, komu til framkvæmda ákvæði laga nr. 1/1999 um nýja skipan veiða krókabáta. Við það féll niður heimild þorskaflahámarksbáta til frjálsra veiða á ýsu, ufsa og steinbít. Ljóst var að þetta gerði þeim sjávarbyggðum erfitt fyrir sem háðastar eru veiðum smábáta. Til að koma til móts við þessar byggðir voru samþykkt á Alþingi þann 20. desember síðastliðinn lög er heimila sjávarútvegsráðherra að úthluta allt að 1.000 lestum af ýsu, 1000 lestum af steinbít og 300 lestum af ufsa til krókaflamarksbáta sem gerðir eru út frá sjávarbyggðum sem að verulegu leyti eru háðar veiðum slíkra báta.

Við ákvörðun á því hvaða staðir koma til greina eru tvær forsendur lagðar til grundvallar og þurfa byggðarlögin að uppfylla þær báðar:

I. Reiknað er hversu hátt hlutfall úthlutað aflamark krókaaflamarksbáta á fiskveiðiárinu 2001/2002 er af heildarúthlutun allra skipa á viðkomandi stað í þorskígildum talið. Þeir staðir þar sem hlutfallið er 15% eða hærra koma til greina við úthlutunina.

II. Reiknað er hversu hátt hlutfall afli krókaaflamarksbáta á fiskveiðiárinu 2000/2001 er af heildarfiskafla allra skipa sem skráðir voru á viðkomandi stað. Þeir staðir þar sem hlutfallið er 15% eða hærra koma til greina við úthlutunina.

Þá var ákveðið að úthlutað magn til einstakra byggðarlaga skuli miðast við að ekkert byggðarlag hefði úthlutað aflamark í þremur ofantöldum tegundum að viðbættum þorskafla á síðasta fiskveiðiári, sem næmi lægra hlutfalli en 89,4% af heildarafla síðasta fiskveiðiárs. Þó með þeim takmörkunum að ekkert byggðarlag fær hærri úthlutun en 400 þorskígildistonn.

Sömu aðferð var síðan beitt þegar úthlutað var á einstaka báta innan hvers byggðarlags, að hámarki 50 þorskígildistonn á bát.


Alls eru því 11 byggðarlög sem munu fá úthlutun samkæmt ofangreindum skilyrðum og skiptast þau í þorskígildistonnum þannig:
      Tálknafjörður 400 tonn
      Bolungarvík 400 tonn
      Flateyri 399 tonn
      Ólafsvík 173 tonn
      Drangsnes 104 tonn
      Ísafjörður 102 tonn
      Stöðvarfjörður 50 tonn
      Sandgerði 36 tonn
      Suðureyri 19 tonn
      Bakkafjörður 13 tonn
      Breiðdalsvík 6 tonn




Taflan hér að neðan sýnir samanburð á veiðum smábáta (þorskaflahámarksbáta) í aukategundum fyrir ofagreind byggðarlög síðastliðin fjögur ár. Eins og sjá má hafa viðbótarúthlutanirnar það í för með sér að þau hafa, þegar á heildina er litið, heimild til að veiða svipaðan afla og fiskveiðiárið 1999/2000.

Heildarafli1997/19981998/19991999/20002000/2001Samtals króka-
aflam. 2001/2002
Tálknafjörður
552
935
1393
1766
1119
Bolungavík
757
1342
1834
2057
1510
Flateyri
13
42
345
763
603
Ólafsvík
251
331
554
856
609
Drangsnes
42
84
99
266
199
Ísafjörður
162
365
509
697
529
Stöðvarfjörður
348
337
218
438
354
Sandgerði
499
706
536
704
580
Suðureyri
829
932
1150
1189
931
Bakkafjörður
54
73
123
168
116
Breiðdalsvík
78
45
21
47
35
Samtals:
3585
5192
6782
8951
6585



Sjávaútvegsráðuneytið 9. apríl 2002







Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum