Hoppa yfir valmynd
19. apríl 2002 Matvælaráðuneytið

Nýr forstjóri Rf

    Sjávarútvegsráðherra hefur skipað dr. Sjöfn Sigurgísladóttur forstjóra Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins til næstu fimm ára frá 1. maí 2002 að telja.

    Sjöfn lauk B.Sc.- prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands 1986, meistaranámi frá Technical University of Nova Scotia of Food Science and Technology og doktorsprófi frá Háskólanum í Bergen árið 2001.

    Sjöfn hefur starfað hjá Hollustuvernd ríkisins sem forstöðumaður matvælasviðs frá ágúst 2000. Hún hefur einnig stundað kennslu við Háskóla Íslands og Tækniskóla Íslands.

    Sjöfn er gift Stefáni Jökli Sveinssyni lyfjafræðingi og eiga þau tvö börn.

    Sjávarútvegsráðuneytið
    19. apríl 2002

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum