Hoppa yfir valmynd
23. apríl 2002 Dómsmálaráðuneytið

Stokkhólmsheimsókn dóms- og kirkjumálaráðherra

Dóms- og kirkjumálaráðherra í Stokkhólmi

Fréttatilkynning

Nr. 7/ 2002



Dagana 23. og 24. apríl er haldin alþjóðleg ráðstefna í Stokkhólmi þar sem fjallað um sannleika, réttlæti og sættir milli þjóða og þjóðfélagshópa . Það er sænski forsætisráðherrann sem býður til ráðstefnunar og er hún hin þriðja í röðinni, sem haldin er í Stokkhólmi um sama og skyld efni, en til meðferðar á þessari ráðstefnu er m.a. hvernig unnið er að því að koma á sáttum og jafnvægi í samfélögum Suður-Afríku, Rúanda, Bosníu-Herzegóvínu og Kambodíu þar sem margir skelfilegir hlutir hafa átt sér stað í samskiptum þeirra sem ríkin byggja. Sérstaklega verður fjallað um uppgjör á þeim glæpaverkum sem hér um ræðir. Þá verður einnig til samanburðar fjallað um samband Þjóðverja og Pólverja frá síðari heimstyrjöld.

Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra situr fundinn af Íslands hálfu.

Sólveig mun einnig í leiðinni vera viðstödd ráðstefnu um samspil upplýsingatækni og líftækni, sem á ensku kallast IT's Biotech – IT&Biotech Convergence . Sú ráðstefna er haldin á vegum fyrirtækis, sem heitir " IT&B Network for Integration of IT and Biotech" og hvað Ísland varðar, verður kynnt þar m.a. staða upplýsingaiðnaðar og líftækni á Íslandi og hvernig þessir þættir vinna saman. Svavar Gestsson sendiherra flytur erindi á ráðstefnunni er hann kallar "Fjórar meginstoðir íslensks efnahagslífs" og Kári Stefánsson stjórnarformaður og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar greinir þar frá stöðu og áformum fyrirtækisins. Á ráðstefnunni verður dreift margvislegu upplýsingaefni um Ísland þar sem lögð er áhersla á að kynna Ísland og fyrrgreind svið á Íslandi. Hugsanlega verður næsta ráðstefna af þessu tagi haldin á Íslandi.


Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
22. apríl 2002.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum