Hoppa yfir valmynd
29. apríl 2002 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Atkvæðagreiðsla um sameiningu Fellahrepps og Austur-Héraðs

Ákveðið hefur verið að atkvæðagreiðsla muni fara fram samhliða sveitarstjórnarkosningum þann 25. maí n.k. um hvort sameina beri Fellahrepp og Austur-Hérað, í umdæmi sýslumannsins á Seyðisfirði, í eitt sveitarfélag.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sameiningarkosningarinnar mun hefjast þann 30. apríl 2002 og er unnt að greiða atkvæði hjá sýslumönnum og hreppstjórum um land allt og hjá sendiráðum, fastanefndum og ræðismönnum Íslands erlendis.

Verði tillagan samþykkt með meiri hluta atkvæða í báðum sveitarfélögunum mun sameiningin væntanlega taka gildi 1. janúar 2003.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum