Hoppa yfir valmynd
5. maí 2002 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Framboðslistar verða birtir á kosningavef ráðuneytisins

Eins og kunnugt er rann frestur til að skila framboðslistum út kl. 12 á hádegi laugardaginn 4. maí. Starfsfólk ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga vinnur nú að því að safna upplýsingum um framboðslista um allt land. Það mun taka nokkra daga að slá inn upplýsingar um alla frambjóðendur enda skipta þeir þúsundum á landinu öllu. Framboðslistarnir verða birtir á kosningavef ráðuneytisins eins fljótt og mögulegt er, ásamt ýmsum tölfræðilegum upplýsingum, svo sem um meðalaldur frambjóðenda og fjölda kvenna og karla í efstu sætum. Er áhugasömum bent á að fylgjast með á kosningavefnum þegar líður á vikuna.

Framboðsfrestur hefur verið framlengdur í þeim sveitarfélögum þar sem aðeins kom fram einn framboðslisti. Tekið skal fram að upplýsingar vantar enn frá allmörgum sveitarfélögum. Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins hafa yfirkjörstjórnir í eftirtöldum sveitarfélögum framlengt framboðsfrest:

Aðaldælahreppi
Borgarfjarðarsveit
Breiðdalshreppi
Hrunamannahreppi
Höfðahreppi
Hörgárbyggð
Kjósarhreppi
Raufarhafnarhreppi
Stöðvarhreppi
Tjörneshreppi
Djúpavogshreppi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum