Hoppa yfir valmynd
11. maí 2002 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Auglýsing félagsmálaráðuneytisins um framlagningu kjörskrár

Ráðuneytið vekur hér með athygli á því, með vísan til 8. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, að kjörskrár vegna sveitarstjórnarkosninga 25. maí 2002 skulu lagðar fram almenningi til sýnis í síðasta lagi 15. maí nk., á skrifstofu viðkomandi sveitarstjórnar eða öðrum hentugum stað.

Sveitarstjórn skal auglýsa hvar kjörstjórn liggur frammi. Eftir að kjörskrá hefur verið lögð fram skal hún liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags.

Athugasemdum við kjörskrá skal koma á framfæri við sveitarstjórn eins fljótt og unnt er. Sveitarstjórn skal þegar taka til meðferðar athugasemdir og gera viðeigandi leiðréttingar á henni. Leiðréttingar má gera fram á kjördag.

Óheimilt er að breyta kjörskrá ef tilkynning um nýtt lögheimili hefur ekki borist þjóðskrá þremur vikum fyrir kjördag, þ.e. 4. maí 2002.


Félagsmálaráðuneytinu, 8. maí 2002

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum