Hoppa yfir valmynd
23. maí 2002 Matvælaráðuneytið

Úthlutun vegna áframeldis á þorski

Sjávarútvegsráðuneytið auglýsir aflaheimildir til úthlutunar vegna áframeldis á þorski

Samkvæmt ákvæðum 16. gr. laga nr. 85/2002 sem er breyting á lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, hefur sjávarútvegsráðherra til sérstakrar ráðstöfunar aflaheimildir sem nema 500 lestum af óslægðum þorski. Þessum aflaheimildum skal ráðstafað til tilrauna með áframeldi á þorski.
Umsóknum skal skilað til sjávarútvegsráðuneytisins fyrir 8. júní nk. Í umsóknum þarf að koma fram upplýsingar um aðstöðu umsækjenda til að stunda eldið; s.s. stærð kvía, gerð þeirra og frágang, fyrri reynsla umsækjenda á þessu sviði og fyrirætlanir. Hafrannsóknastofnunin mun leggja mat á fræðilegt framlag hverrar eldistilraunar enda er stofnuninni ætlað að fylgjast með tilraununum og birta niðurstöður um gang þeirra. Umsækjendur þurfa jafnframt að afla sér leyfis Fiskistofu til eldisins í samræmi við ákvæði laga nr. 33/2002, um eldi nytjastofna sjávar.

Sjávarútvegsráðuneytinu 23. maí 2002


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum