Hoppa yfir valmynd
3. júní 2002 Matvælaráðuneytið

Fundur ráðherra Norður-Atlantshafsríkjanna

Dagana 29.-31. maí s.l. var haldinn í St. Pétursborg í Rússlandi, sjöundi fundur ráðherra Norður-Atlantshafsríkjanna. Auk sjávarútvegsráðherra Rússlands, sátu fundinn sjávarútvegsráðherrar Íslands, Noregs, Grænlands og Kanada ásamt ráðuneytisstjóra færeyska sjávarútvegsráðuneytisins og yfirmanni sjávarútvegsmála hjá Evrópusambandinu.

Á dagskrá fundarins voru fyrst og fremst tvö málefni til umræðu. Annars vegar umræður um samvinnu á sviði hafrannsókna og nýtingu nýrrar tækni við rannsóknir á Norður-Atlantshafinu. Hins vegar var rætt um endurnýjun á stefnumörkun ríkjanna í sjávarútvegsmálum þannig að við stjórnun fiskveiða yrði tekið mið af vistkerfisnálgun og stefnum í umhverfismálum.

Mikil áhersla var lögð á nauðsyn þess að ríkin störfuðu saman að því að ná sameiginlegum langtímamarkmiðum varðandi sjálfbærni í fiskveiðum á Norður-Atlantshafinu og að tryggja hámarks nýtingu auðlinda sjávar.

Sendinefnd Íslands var skipuð þeim Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Kolbeini Árnasyni skrifstofustjóra í sjávarútvegsráðuneytinu og Þóri Skarphéðinssyni lögfræðingi í sjávarútvegsráðuneytinu.

Ákveðið var að áttundi fundur ráðherranna yrði haldinn að ári í Kanada.

Sjávarútvegsráðuneytið
3. júní 2002

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum