Dómsmálaráðuneytið

Schengen fundur

Dóms- og innanríkisráðherrar ESB og Schengen ríkjanna fjalla um þátttöku Sviss í Schengen samstarfi, Breta og Íra í upplýsingakerfinu, landamæralöggæslu o.fl.

Schengen fundur í Luxemborg

Fréttatilkynning

Nr. 12/ 2002


Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra hélt í dag til fundar við dóms- og innanríkisráðherra ESB og Schengen ríkjanna, sem haldinn verður í Lúxemborg á morgun og á föstudag. Með ráðherra í för er Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoðarmaður ráðherra.

Á fundinum verða rædd ýmis málefni sem tengjast Schengen samstarfinu. Má þar nefna væntanlega þátttöku Sviss í Schengen samstarfinu, þátttöku Breta og Íra í Schengen upplýsingakerfinu og eflingu landamæralöggæslu á ytri landamærum Schengen.


Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
12. júní 2002.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn