Hoppa yfir valmynd
13. júní 2002 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Kjörsókn á landinu

Félagsmálaráðuneytið hefur tekið saman ýmsar tölulegar upplýsingar um nýkjörna sveitarstjórnarmenn. Hagstofa Íslands mun gefa út skýrslu með endanlegum tölulegum upplýsingum um sveitarstjórnarkosningarnar.

Á landinu öllu voru 203.119 manns á kjörskrá og fjöldi þeirra er greiddi atkvæði er 168.657 eins og sjá má á eftirfarandi töflu:


Kjörsókn á landinu öllu*:
Á kjörskrá
203.119
100%
Greidd atkvæði
168.657
83,0%
Þ.a. auðir og ógildir
3.500
1,7%
* Í 98 sveitarfélögum, en sjálfkjörið var í sjö sveitarfélögum


Við síðustu sveitarstjórnarkosningar árið 1998 voru 193.492 á kjörskrá og þá greiddu 159.187 manns atkvæði, eða 82,3%, og er því lítill munur á kjörsókn milli áranna 1998 og 2002.

Mest var kjörsókn í Mjóafjarðarhreppi eða 100%. Þar voru 25 manns á kjörskrá og kusu allir, en þar fór fram óbundin kosning.

Minnst var kjörsóknin í Borgarfjarðarhreppi, þar voru 120 á kjörskrá og greiddi 71 atkvæði, eða 59,2%. Næstminnsta kjörsóknin var í Skilmannahreppi eða 63,4%. Þar á eftir kemur Þórshafnarhreppur með nánast sömu kjörsókn eða 63,8%.

Af þeim sveitarfélögum þar sem fram fór listakosning var kjörsókn minnst í Seltjarnarneskaupstað eða 75,6% og mest í Kjósarhreppi eða 95,1%.

Kjörsókn var 90% eða meira í eftirfarandi 16 sveitarfélögum:
Mjóafjarðarhreppi 100%
Kjósarhreppi 95,1%
Ólafsfjarðarbæ 93,4%
Sandgerðisbæ 93,2%
Snæfellsbæ 92,7%
Skútustaðahreppi 92,6%
Grundarfjarðarbæ 92,4%
Vesturbyggð 91,6%
Seyðisfjarðarkaupstað 91,6%
Sveinsstaðahreppi 91,4%
Siglufjarðarkaupstað 91,3%
Sameinaðu sveitarfélagi Rangárvallahrepps, Holta- og Landsveitar og Djúpárhrepps 91,3%
Áshreppi 91,1%
Vestmannaeyjabæ 90,4%
Bolungarvíkurkaupstað 90,3%
Stykkishólmsbæ 90%

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum