Hoppa yfir valmynd
28. júní 2002 Matvælaráðuneytið

Úthlutun aflaheimilda í þorski vegna tilrauna við föngun fisk til áframeldis og framkvæmd þess.

Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út reglugerð, dags. 27. júní 2002, um úthlutun aflaheimilda í þorski vegna tilrauna við föngun fisks til áframeldis og framkvæmd þess. Sjávarútvegsráðherra hefur nú að hluta lokið við að úthluta aflaheimildum í þorski vegna þessa.

Eftirfarandi aðilar hlutu úthlutun:
Útgerðarfélag Akureyringa 90 tonn
Hraðfrystihúsið Gunnvör, Hnífsdal 90 tonn
Rostungur ehf., Ak. 20 tonn
Síldarvinnslan Neskaupstað 50 tonn
Matthías, Sigurjón og
Kristján Óskarssynir, Jóhann
Halldórsson og Sævar Sveinsson 40 tonn
Ósnes ehf, Djúpavogi og
Skútuklöpp ehf, Stöðvarfirði 30 tonn
Þórsberg ehf, Tálknafirði 35 tonn
Aquaco ehf, Bakka, Ölfusi 30 tonn

Samtals 385 tonn.

Sjávarútvegsráðuneytinu
28. júní 2002.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum