Hoppa yfir valmynd
26. júlí 2002 Matvælaráðuneytið

Styrkir til eldis sjávardýra.

Styrkir til eldis sjávardýra



Ráðuneytið auglýsti eftir umsóknum um styrki um miðjan apríl 2002 til verkefna sem tengjast eldi sjávardýra og var umsóknarfrestur gefinn til 9. maí 2002.

Alls bárust 26 umsóknir upp á samtals 124 m.kr. og voru veittir styrkir upp á 20 m.kr. úr sjóðnum. Að auki veitti ráðherra þrjá styrki upp á 7,5 m.kr.

Eftirtaldir hlutu styrk að þessu sinni:
Útgerðarfélag Akureyringa hf. í samstarfi við Hafrannsóknastofnunina,
Laxá og Háskólann á Akureyri til áframeldis á þorski.
Styrkupphæð: 1.500.000

Útgerðarfélag Akureyringa hf. í samstarfi við Hafrannsóknastofnunina,
Laxá og Háskólann á Akureyri til áframeldis á ýsu.
Styrkupphæð: 1.000.000,-

Bjarnheiður Guðmundsdóttir o.fl. í samstarfi við Rannsókna- og
fræðasetrið í Sandgerði til eflingar forvarna í þorskseiðaeldi
Styrkupphæð: 3.000.000,-

Þórsberg ehf. til arðsemismats á áframeldi smáþorsks
Styrkupphæð 2.500.000,-

Grandi hf. o.fl. í samstarfi við Harald Böðvarsson hf. Orkuveitu
Reykjavíkur, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Hafrannsókna-
stofnunina og Háskóla Íslands til arðsemiskönnunar þorskeldis
Styrkupphæð: 2.500.000,-

Sæbýli hf. til sandhverfueldis
Styrkupphæð 2.000.000,-

Matra til mótunar rannsóknaþátta sem nýtast á Ísl.
Styrkupphæð: 1.000.000,-

Valdimar Gunnarsson o.fl. í samstarfi við Björn Björnsson,
Hafrannsóknastofnunina, Samherja hf., Útgerðarfélag Akureyringa hf.,
Háskólann á Akureyri, sjávarútvegsráðuneytið og Hraðfrystihúsið
Gunnvöru hf. til stofnunar upplýsingabanka og stefnumörkunar
í þorskeldi
Styrkupphæð: 3.500.000,-

Hlýri ehf. til rannsókna á hlýraeldi
Styrkupphæð: 3.000.000,-

Samtals 20.000.000,-

05-207:
Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. í samstarfi við Stofnfisk hf. Háafell ehf.
og Hafrannsóknastofnunina til samanburðar villtra seiða og eldisseiða
Styrkupphæð 2.500.000,-

Stofnfiskur hf. í samstarfi við Hafrannsóknastofnunina og Líffræðistofnun
Háskóla Íslands til könnunar á eldiseiginleikum þorskstofna við strendur Ísl.
Styrkupphæð: 3.000.000,-

Tilraunastöð H.Í í meinafræði í samstarfi við Hraðfrystihúsið Gunnvöru hf.
og Hafrannsóknastofnunina til veiða og eldis á þorskseiðum í Ísafjdjúpi
Styrkupphæð 2.000.000,-
Samtals 7.500.000,-

Við mat á umsóknum á undanförnum árum hefur verið unnið út frá þeirri forsendu að verkefnin séu unnin eftir vísindalegum rannsóknaáætlunum og stuðli að þróun í eldi sjávardýra, þannig að með stuðningi við verkefnin verði aflað nýrrar þekkingar í greininni. Þá hefur verið litið til þess hvort umfang verkefnanna sé þannig að líklegt sé að umsækjendur nái settu marki í verkefnum sínum.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 26. júlí 2002.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum