Hoppa yfir valmynd
1. ágúst 2002 Matvælaráðuneytið

Nr. 08/2002 - Auglýsing um bann við innflutningi frá Danmörku vegna Newcastle-veiki

Fréttatilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu nr. 08/2002

AUGLÝSING
um bann við innflutningi frá Danmörku vegna Newcastle-veiki


Nýlega kom upp í Danmörku Newcastle-veiki, sem er bráðsmitandi veirusjúkdómur í fuglum. Veiki þessi finnst eingöngu í fuglum og gæti valdið ófyrirsjáanlegu tjóni í alifuglaframframleiðslu og æðarrækt ef hún bærist hingað til lands. Vegna þessa hefur landbúnaðarráðuneytið ákveðið, að tillögu yfirdýralæknis, að banna tímabundið allan innflutning á fuglum og hvers konar afurðum alifugla frá Danmörku, með eftirfarandi auglýsingu, sem er í fullu samræmi við fyrri aðgerðir þegar upp hafa komið sambærilegar sýkingar erlendis:


1. gr.
Með vísan til þess að komið hefur upp Newcastle-veiki í Danmörku er bannað að flytja til landsins, lifandi fugla, frjóegg og hvers konar afurðir alifugla frá Danmörku.
2. gr.
Brot gegn auglýsingu þessari varða viðurlögum samkvæmt 30. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.

3. gr.
Auglýsing þessi er sett með vísun í 4. mgr. 10. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, ásamt síðari breytingum. Auglýsingin er tilkynnt í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins nr. 98/34/EB um reglur um tilhögun upplýsingaskipta vegna tæknilegra staðla og reglugerða. Auglýsing þessi öðlast gildi 6. ágúst nk. og gildir til 6. september 2002.



Landbúnaðarráðuneytinu, 1. ágúst 2002






Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum