Hoppa yfir valmynd
6. ágúst 2002 Dómsmálaráðuneytið

Verklagsreglur um bætur vegna veikindakostnaðar

Verklagsreglur um bætur vegna veikindakostnaðar

31. desember 2009

1. Á safnliðum dómsmálaráðuneytisins (06-390 og 06-490) er gert ráð fyrir framlagi til úthlutunar til embætta og stofnana vegna veikinda starfsmanna. Umsóknir skulu vera á sérstöku eyðublaði þar sem nákvæmlega er sundurliðaður á launategundir sá útreikningur, sem að baki hverrar umsóknar liggur. Við launakostnað skal bæta 11,59% orlofi af öðru en mánaðarlaunum og 20% launatengdum gjöldum á heildina. Eyðublaðið má nálgast og fylla út rafrænt hér á vefnum, undir kaflanum eyðublöð í vinstri valrönd og velja þar flokkinn bætur vegna veikinda

2. Ekki verða teknar til greina beiðnir nema vegna veikinda, sem eru umfram einn mánuð samfellt.

3. Ekki verða teknar til greina beiðnir nema launategundir séu rétt merktar í launabókhaldi þegar umsókn er tekin til afgreiðslu. [1]

4. Bætur eru greiddar í janúar og miðast við næstliðið fjárhagsár. Hafi veikindi hafist í desember á árinu þar á undan og ekki náð mánuði fyrr en eftir áramót er heimilt að leita bóta þar fyrir. Í umsókn þarf að tilgreina kostnað fyrir það tímabil, sem um ræðir.

5. Fjárframlag af safnliðum miðast við að bæta laun og launatengd gjöld en ekki annan kostnað, sem rekja má til veikindanna.

6. Bætur greiðast ekki vegna lausnarlauna.

7. Afrit læknisvottorðs skal fylgja umsókn.

8. Umsögn trúnaðarlæknis viðkomandi embættis skal fylgja umsókn fyrir viðfang 120.

9. Embætti/Stofnun fær endurgreiddan kostnað vegna veikinda að uppfylltum annars hvors eftirfarandi skilyrða:

  • Heildarframlag til rekstrar embættis/stofnunar í fjárlögum líðandi árs er minna en 175 m.kr. Embættið ber þá sjálft útgjöld vegna langtímaveikinda, sem nema allt að 0,5% af heildarlaunaveltu næstliðins árs. Kostnaður þar umfram verður bættur að því marki sem fjármunir af safnlið, vegna veikinda, duga.

  • Heildarframlag til stofnunar/embættisins í fjárlögum líðandi árs er meira 175 m.kr. Embættið ber þá sjálft útgjöld vegna langtímaveikinda, sem nema allt að 1,5% af heildarlaunaveltu næstliðins árs. Kostnaður þar umfram verður bættur að því marki sem fjármunir af safnlið, vegna veikinda, duga.

10. Fæðingarorlof fellur ekki undir þessar reglur.

11. Umsóknum skal skilað fyrir 14. janúar nk.



[1]   Þegar starfsmaður hefur verið frá vegna veikinda í mánuð þá eru mánaðarlaun hans færð af launategund (lteg) 111 á lteg 115 frá upphafi og á meðan hann á rétt til fullra launa, skert laun eru færð á lteg 116. Yfirvinna í veikindum er greidd á lteg 216, ekki eru sérstakar lteg fyrir aðrar greiðslur í veikindum t.d. vakta- eða bakvaktaálags.




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum